HSÍ svarar Haukum: Ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 20:39 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Stefán Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32
Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24
Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða