Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 19:15 Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti