Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2017 12:00 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, Jeff Sessions, frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þingmenn kusu að mestu eftir flokkslínum, en einn demókrati studdi Sessions og atkvæðagreiðslan fór 52 gegn 47. Sessions er mjög umdeildur maður í bandarískum stjórnmálum. Áður en hann varð þingmaður var hann dómsmálaráðherra Alabama og var hann lengi sakaður um rasisma. Hann sóttist einnig eftir sæti alríkisdómara árið 1986 en nefnd öldungadeildarþingmanna neitaði Sessions um sætið. Meðal annars vegna rasískra ummæla sem Sessions mun hafa sagt. Meðal þess sem hann hefur verið sakaður um er að hafa gert allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að svartir gætu kosið þegar hann var dómsmálaráðherra Alabama. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur harðlega fyrir gamlan brandara um Ku Klux Klan. Þar sagði hann að samtökin væru „allt í lagi“ þar til hann komst að því að þeir neyttu marijúana. Hann hefur meðal annars einnig verið sakaður um að kalla svartan saksóknara „dreng“ eða „boy“ og sagt honum að passa sig á því hvernig hann talaði við hvítt fólk. Sessions hefur ávallt neitað fyrir rasisma og segir ásakanir um að hann hafi stutt KKK vera alfarið rangar. Hann segir þá mynd sem hefur verið dregin upp af honum vera ranga. Meðal þeirra sem hafa fagnað staðfestingu Sessions er David Duke, þjóðernissinni og fyrrverandi leiðtogi KKK.Law & Order, welcome back...#GOODNEWS #AmericaFirst #MAGA pic.twitter.com/q5MozT0wMv— David Duke (@DrDavidDuke) February 9, 2017Sessions varð dómsmálaráðherra Alabama eftir að áðurnefnd þingnefnd neitaði að gera hann að dómara og árið 1996 var hann fyrst kjörinn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Árið 2013 leiddi hann átak þingmanna til að koma í veg fyrir endurbætur á innflytjendakerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt Guardian mynduðust sterk tengsl á milli Sessions og Breitbart á þeim tíma. Steve Bannon, sérstakur ráðgjafi Donald Trump, var þá ritstjóri Breitbart.Þá varð Sessions einn af allra fyrstu stuðningsmönnum Trump þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð hans í febrúar í fyrra. Náin tengsl Sessions og Trump hafa verið áhyggjuefni meðal þingmanna demókrata þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að Sessions yrði ekki nægjanlega sjálfstæður dómsmálaráðherra. Staðfesting Sessions gekk ekki greiðlega fyrir sig vegna mikilla mótmæla þingmanna Demókrataflokksins. Meðal annars var Elizabeth Warren meinað að tjá sig eftir að hún byrjaði að lesa bréf Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. Bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Eftir það stigu aðrir þingmenn demókrata í pontu og lásu sama bréf upp.Sessions hefur varið umtalsverðum hluta af ferli sínum í að berjast gegn því að innflytjendur, jafnt löglegir sem ólöglegir, komi til Bandaríkjanna. Samkvæmt BBC hefur hann sagt að draga eigi verulega úr fjölda löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna til að vernda störf. Hann hefur lýst yfir stuðningi við byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Árið 2015 skrifaði hann handbók fyrir þingmenn Repúblikana varðandi innflytjendur þar sem hann segir innflytjendur valda lægri launum þar í landi, hærra atvinnuleysi og hærri skattbyrði. Sessions, eins og svo margir aðrir repúblikanar, er mótfallinn lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra og er andsnúinn auknum réttindum LGBT-fólks yfir höfuð. Á árunum 2000 og 2009 kaus hann gegn frumvörpum sem hefðu fellt ofbeldi sem byggir á kynhneigð undir hatursglæpalög. Þá lýsti hann yfir mikilli andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2015, að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Árið 1996 barðist hann harðlega gegn því að samtök LGBT-fólks héldi ráðstefnu í háskóla í Alabama. Meðal annars hótaði hann að lögsækja forsvarsmenn skólans á grundvelli laga frá 1992. Þau lög bönnuðu opinberum skólum að fjármagna samtök eða hópa sem stuðla að hátterni sem lög um „saurlífi og óviðeigandi kynferðislegu hátterni“ banna. Á þriðjudaginn hét hann því þó að fylgja lögum varðandi réttindi LGBT-fólks. Hér að neðan má sjá ræðu Sessions frá því í gær, eftir að atkvæðagreiðslan hafði farið fram. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, Jeff Sessions, frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þingmenn kusu að mestu eftir flokkslínum, en einn demókrati studdi Sessions og atkvæðagreiðslan fór 52 gegn 47. Sessions er mjög umdeildur maður í bandarískum stjórnmálum. Áður en hann varð þingmaður var hann dómsmálaráðherra Alabama og var hann lengi sakaður um rasisma. Hann sóttist einnig eftir sæti alríkisdómara árið 1986 en nefnd öldungadeildarþingmanna neitaði Sessions um sætið. Meðal annars vegna rasískra ummæla sem Sessions mun hafa sagt. Meðal þess sem hann hefur verið sakaður um er að hafa gert allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að svartir gætu kosið þegar hann var dómsmálaráðherra Alabama. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur harðlega fyrir gamlan brandara um Ku Klux Klan. Þar sagði hann að samtökin væru „allt í lagi“ þar til hann komst að því að þeir neyttu marijúana. Hann hefur meðal annars einnig verið sakaður um að kalla svartan saksóknara „dreng“ eða „boy“ og sagt honum að passa sig á því hvernig hann talaði við hvítt fólk. Sessions hefur ávallt neitað fyrir rasisma og segir ásakanir um að hann hafi stutt KKK vera alfarið rangar. Hann segir þá mynd sem hefur verið dregin upp af honum vera ranga. Meðal þeirra sem hafa fagnað staðfestingu Sessions er David Duke, þjóðernissinni og fyrrverandi leiðtogi KKK.Law & Order, welcome back...#GOODNEWS #AmericaFirst #MAGA pic.twitter.com/q5MozT0wMv— David Duke (@DrDavidDuke) February 9, 2017Sessions varð dómsmálaráðherra Alabama eftir að áðurnefnd þingnefnd neitaði að gera hann að dómara og árið 1996 var hann fyrst kjörinn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Árið 2013 leiddi hann átak þingmanna til að koma í veg fyrir endurbætur á innflytjendakerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt Guardian mynduðust sterk tengsl á milli Sessions og Breitbart á þeim tíma. Steve Bannon, sérstakur ráðgjafi Donald Trump, var þá ritstjóri Breitbart.Þá varð Sessions einn af allra fyrstu stuðningsmönnum Trump þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð hans í febrúar í fyrra. Náin tengsl Sessions og Trump hafa verið áhyggjuefni meðal þingmanna demókrata þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að Sessions yrði ekki nægjanlega sjálfstæður dómsmálaráðherra. Staðfesting Sessions gekk ekki greiðlega fyrir sig vegna mikilla mótmæla þingmanna Demókrataflokksins. Meðal annars var Elizabeth Warren meinað að tjá sig eftir að hún byrjaði að lesa bréf Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. Bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Eftir það stigu aðrir þingmenn demókrata í pontu og lásu sama bréf upp.Sessions hefur varið umtalsverðum hluta af ferli sínum í að berjast gegn því að innflytjendur, jafnt löglegir sem ólöglegir, komi til Bandaríkjanna. Samkvæmt BBC hefur hann sagt að draga eigi verulega úr fjölda löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna til að vernda störf. Hann hefur lýst yfir stuðningi við byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Árið 2015 skrifaði hann handbók fyrir þingmenn Repúblikana varðandi innflytjendur þar sem hann segir innflytjendur valda lægri launum þar í landi, hærra atvinnuleysi og hærri skattbyrði. Sessions, eins og svo margir aðrir repúblikanar, er mótfallinn lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra og er andsnúinn auknum réttindum LGBT-fólks yfir höfuð. Á árunum 2000 og 2009 kaus hann gegn frumvörpum sem hefðu fellt ofbeldi sem byggir á kynhneigð undir hatursglæpalög. Þá lýsti hann yfir mikilli andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2015, að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Árið 1996 barðist hann harðlega gegn því að samtök LGBT-fólks héldi ráðstefnu í háskóla í Alabama. Meðal annars hótaði hann að lögsækja forsvarsmenn skólans á grundvelli laga frá 1992. Þau lög bönnuðu opinberum skólum að fjármagna samtök eða hópa sem stuðla að hátterni sem lög um „saurlífi og óviðeigandi kynferðislegu hátterni“ banna. Á þriðjudaginn hét hann því þó að fylgja lögum varðandi réttindi LGBT-fólks. Hér að neðan má sjá ræðu Sessions frá því í gær, eftir að atkvæðagreiðslan hafði farið fram.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira