Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 17:10 Málinu var vísað frá dómi. vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. Er það mat dómsins að félagið uppfylli ekki lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög þar sem enginn er formlega skráður sem forstöðumaður í félaginu. Var málinu því vísað frá. Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson eru tveir af þremur stofnendum og forsvarsmönnum zúista á Íslandi og höfðuðu þeir málið en í fyrirtækjaskrá eru þeir skráðir í stjórn félagsins. Bræðurnir komust í fréttir haustið 2015 þegar þeir söfnuðu metfé á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter til að hefja framleiðslu á vindtúrbínum. Í fyrra var Einar svo ákærður fyrir tug milljóna króna fjársvik hér á landi en Ágúst Arnar sækist eftir því að verða forsvarsmaður zúista.Gaf sig fram eftir auglýsingu í Lögbirtingablaðinu Upphaf dómsmálsins má rekja til þess að í febrúar 2014 sendi sýslumaðurinn á Siglufirði skráðum forsvarsmanni zúista bréf þar sem hann minnti á skil árlegrar skýrslu trúfélagsins samkvæmt lögum en félagið var stofnað í apríl 2013. Forsvarsmaðurinn lét sýslumann hins vegar vita að hann hefði hætt afskiptum af félaginu og kvaðst ekki vita hver væri í forsvari fyrir félagið eða færi með stjórn þess. Sýslumaður taldi því að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um skráð trúfélög þar sem enginn væri í forsvari fyrir zúista: „Þann 15. apríl 2015 setti sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra auglýsingu í Lögbirtingablaðið þar sem fram kom að ekki væri vitað um neina starfsemi á vegum félagsins og hvorki væri kunnugt um hver væri forstöðumaður þess né hverjir skipuðu stjórn þess. Skoraði hann því á alla þá er teldu sig veita félaginu forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram innan tiltekins frests. Í kjölfar auglýsingarinnar gaf Ísak Andri Ólafsson sig fram við sýslumann. Hann kvaðst fara fyrir hópi manna sem hefðu reynt að starfa í félaginu og vildu halda starfsemi þess áfram. Svo fór að Ísak Andri var skráður forstöðumaður félagsins, 1. júní 2015, eftir að hann hafði sent sýslumanni gögn þar að lútandi,“ segir í dómi héraðsdóms.Kærðu skráningu Ísaks Andra sem forstöðumanns Ágúst Arnar og Einar komust að því í lok árs 2015 að Ísak Andri væri skráður forsvarsmaður félagsins. Þann 16. desember sama ár sendu þeir erindi til sýslumannsins á Norðurlandi eystra þar sem þess var krafist að skráningin á forstöðumanni félagsins yrði leiðrétt og Ágúst Arnar yrði skráður forstöðumaður. Nokkrum vikum áður höfðu þeir sem skráðir voru í forsvari fyrir félagið hafið trúboð með það að markmiði að vekja athygli á sóknarnefndarkerfinu sem þeir telja úrelt og ósanngjarnt. Sögðust þeir ætla að endurgreiða félagsmönnum í trúfélagi zúista sóknargjöldin en samkvæmt dómi héraðsdóms eru tæplega 3000 manns skráðir í félagið. Þann 5. febrúar 2016 sendi Ísak Andri, fyrir hönd zúista, „bréf til Fjársýslu ríkisins þar sem hann bað þess að greiðslu sóknargjalda til stefnanda yrði frestað þar til skrifleg ósk þar að lútandi bærist frá félaginu. Kvað hann ástæðu beiðninnar vera þá að ekki hefði tekist að greiða úr málum er vörðuðu rekstrarfélag trúfélagsins. Stjórnarmenn í stefnanda tengdust ekki lengur stjórn hins viðurkennda trúfélags Zuism.“ Viku síðar kröfðust bræðurnir þess að sóknargjöldin yrðu greidd sér en erindinu var hafnað af Fjársýslu ríkisins þar skráður forstöðumaður hafði óskað þess að gjöldin yrðu ekki greidd. Þann 16. febrúar lögðu þeir svo fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar sýslumanns um að skrá Ísak Andra sem forstöðumanns zúista, kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi og að Ágúst Arnar yrði skráður forstöðumaður félagsins.Sýslumaður enn með til meðferðar kröfu um að skrá Ágúst Arnar sem forstöðumann „Með úrskurði ráðuneytisins eftir höfðun máls þess, eða þann 12. janúar 2017, var ákvörðun sýslumanns, um að skrá Ísak Andra sem forstöðumann, felld úr gildi en kröfu stefnanda um að skrá Ágúst Arnar sem forstöðumann var vísað frá ráðuneytinu og til umfjöllunar hjá sýslumanni. Byggði niðurstaða ráðuneytisins á því að málið hefði ekki verið nægjanlega upplýst þegar sýslumaður tók ákvörðun um að skrá Ísak Andra sem forstöðumann þar sem hann hafi ekki leitað upplýsinga hjá skráðum stjórnarmönnum félagsins áður en hann tók ákvörðun um að birta auglýsinguna í Lögbirtingablaðinu,“ segir í dómi héraðsdóms. Sýslumaður hefur enn til meðferðar þá kröfu stofnenda félagsins um að skrá Ágúst Arnar sem forstöðumann í félaginu og þá hefur trúfélagið heldur ekki tilkynnt sýslumanni um nýjan forstöðumann eftir að fyrsti forstöðumaðurinn hætti afskiptum af félaginu í febrúar 2014. Af þessum sökum telur héraðsdómur að félagið uppfylli ekki lög um trú-og lífsskoðunarfélög og vísaði málinu því frá dómi. Það á því eftir að koma í ljós hvar sóknargjöld zúista enda. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55 Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Ekki er vitað hvort yfir 33 milljónir króna af skattfé sem renna áttu til zúista á Íslandi verði endurgreiddar sóknarbörnum eða fari til fyrrum forsvarsmanna félagsins. Innanríkisráðuneytið vinnur í málinu. 15. nóvember 2016 06:30 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. Er það mat dómsins að félagið uppfylli ekki lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög þar sem enginn er formlega skráður sem forstöðumaður í félaginu. Var málinu því vísað frá. Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson eru tveir af þremur stofnendum og forsvarsmönnum zúista á Íslandi og höfðuðu þeir málið en í fyrirtækjaskrá eru þeir skráðir í stjórn félagsins. Bræðurnir komust í fréttir haustið 2015 þegar þeir söfnuðu metfé á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter til að hefja framleiðslu á vindtúrbínum. Í fyrra var Einar svo ákærður fyrir tug milljóna króna fjársvik hér á landi en Ágúst Arnar sækist eftir því að verða forsvarsmaður zúista.Gaf sig fram eftir auglýsingu í Lögbirtingablaðinu Upphaf dómsmálsins má rekja til þess að í febrúar 2014 sendi sýslumaðurinn á Siglufirði skráðum forsvarsmanni zúista bréf þar sem hann minnti á skil árlegrar skýrslu trúfélagsins samkvæmt lögum en félagið var stofnað í apríl 2013. Forsvarsmaðurinn lét sýslumann hins vegar vita að hann hefði hætt afskiptum af félaginu og kvaðst ekki vita hver væri í forsvari fyrir félagið eða færi með stjórn þess. Sýslumaður taldi því að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um skráð trúfélög þar sem enginn væri í forsvari fyrir zúista: „Þann 15. apríl 2015 setti sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra auglýsingu í Lögbirtingablaðið þar sem fram kom að ekki væri vitað um neina starfsemi á vegum félagsins og hvorki væri kunnugt um hver væri forstöðumaður þess né hverjir skipuðu stjórn þess. Skoraði hann því á alla þá er teldu sig veita félaginu forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram innan tiltekins frests. Í kjölfar auglýsingarinnar gaf Ísak Andri Ólafsson sig fram við sýslumann. Hann kvaðst fara fyrir hópi manna sem hefðu reynt að starfa í félaginu og vildu halda starfsemi þess áfram. Svo fór að Ísak Andri var skráður forstöðumaður félagsins, 1. júní 2015, eftir að hann hafði sent sýslumanni gögn þar að lútandi,“ segir í dómi héraðsdóms.Kærðu skráningu Ísaks Andra sem forstöðumanns Ágúst Arnar og Einar komust að því í lok árs 2015 að Ísak Andri væri skráður forsvarsmaður félagsins. Þann 16. desember sama ár sendu þeir erindi til sýslumannsins á Norðurlandi eystra þar sem þess var krafist að skráningin á forstöðumanni félagsins yrði leiðrétt og Ágúst Arnar yrði skráður forstöðumaður. Nokkrum vikum áður höfðu þeir sem skráðir voru í forsvari fyrir félagið hafið trúboð með það að markmiði að vekja athygli á sóknarnefndarkerfinu sem þeir telja úrelt og ósanngjarnt. Sögðust þeir ætla að endurgreiða félagsmönnum í trúfélagi zúista sóknargjöldin en samkvæmt dómi héraðsdóms eru tæplega 3000 manns skráðir í félagið. Þann 5. febrúar 2016 sendi Ísak Andri, fyrir hönd zúista, „bréf til Fjársýslu ríkisins þar sem hann bað þess að greiðslu sóknargjalda til stefnanda yrði frestað þar til skrifleg ósk þar að lútandi bærist frá félaginu. Kvað hann ástæðu beiðninnar vera þá að ekki hefði tekist að greiða úr málum er vörðuðu rekstrarfélag trúfélagsins. Stjórnarmenn í stefnanda tengdust ekki lengur stjórn hins viðurkennda trúfélags Zuism.“ Viku síðar kröfðust bræðurnir þess að sóknargjöldin yrðu greidd sér en erindinu var hafnað af Fjársýslu ríkisins þar skráður forstöðumaður hafði óskað þess að gjöldin yrðu ekki greidd. Þann 16. febrúar lögðu þeir svo fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar sýslumanns um að skrá Ísak Andra sem forstöðumanns zúista, kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi og að Ágúst Arnar yrði skráður forstöðumaður félagsins.Sýslumaður enn með til meðferðar kröfu um að skrá Ágúst Arnar sem forstöðumann „Með úrskurði ráðuneytisins eftir höfðun máls þess, eða þann 12. janúar 2017, var ákvörðun sýslumanns, um að skrá Ísak Andra sem forstöðumann, felld úr gildi en kröfu stefnanda um að skrá Ágúst Arnar sem forstöðumann var vísað frá ráðuneytinu og til umfjöllunar hjá sýslumanni. Byggði niðurstaða ráðuneytisins á því að málið hefði ekki verið nægjanlega upplýst þegar sýslumaður tók ákvörðun um að skrá Ísak Andra sem forstöðumann þar sem hann hafi ekki leitað upplýsinga hjá skráðum stjórnarmönnum félagsins áður en hann tók ákvörðun um að birta auglýsinguna í Lögbirtingablaðinu,“ segir í dómi héraðsdóms. Sýslumaður hefur enn til meðferðar þá kröfu stofnenda félagsins um að skrá Ágúst Arnar sem forstöðumann í félaginu og þá hefur trúfélagið heldur ekki tilkynnt sýslumanni um nýjan forstöðumann eftir að fyrsti forstöðumaðurinn hætti afskiptum af félaginu í febrúar 2014. Af þessum sökum telur héraðsdómur að félagið uppfylli ekki lög um trú-og lífsskoðunarfélög og vísaði málinu því frá dómi. Það á því eftir að koma í ljós hvar sóknargjöld zúista enda.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55 Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Ekki er vitað hvort yfir 33 milljónir króna af skattfé sem renna áttu til zúista á Íslandi verði endurgreiddar sóknarbörnum eða fari til fyrrum forsvarsmanna félagsins. Innanríkisráðuneytið vinnur í málinu. 15. nóvember 2016 06:30 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55
Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Ekki er vitað hvort yfir 33 milljónir króna af skattfé sem renna áttu til zúista á Íslandi verði endurgreiddar sóknarbörnum eða fari til fyrrum forsvarsmanna félagsins. Innanríkisráðuneytið vinnur í málinu. 15. nóvember 2016 06:30
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30