Stál í stál í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta með nýja bikarinn sem verður keppt í fyrsta sinn um í ár. Talið frá vinstri: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli, Erna Hákonardóttir, Keflavík, Nashika Wiliams, Haukum, og Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrími. Fréttablaðið/Eyþór Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslitaleikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s-deildar kvenna, Skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. Skallagrímur þarf að slá út Íslands- og bikarmeistara Snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur Skallagríms og Snæfells hefst klukkan 17.00.Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir Pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Haukastelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir Pétur. Skallagrímur hefur unnið Snæfell bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi í vetur. Pétur Már sér fram á æsispennandi baráttuleik.Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. Snæfell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. Snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru Skallagrímsstelpurnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir Pétur. „Þetta verður stál í stál. Skallagrímsliðið er búið að spila stöðugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir Pétur og bætir við: „Snæfellsstelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta Snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir Pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að Snæfellingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. Snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir Pétur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira