95% fasteignalán: Höfum áður brennt okkur á þessari umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2017 11:45 Mikill þrýstingur er á fasteignmarkaði sem stendur. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að skýr merki séu á fasteignamarkaði um ofhitnun og bólumyndun. Rétt sé að hafa áhyggjur af ástandinu enda sé hækkun á fasteignaverði langt umfram kaupmáttaraukningu. Lausnin sé að auka framboð á lóðum og smærri íbúðum, en ekki hærra lánshlutfall. Það hafi áður leitt okkur í ógöngur. Þorsteinn var spurður álits í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun á 95% fasteignalánum sem byggingarfélagið Þak hefur í hyggju að veita. Um er að ræða lán sem brúar bilið frá bankalánum, á bilinu 10-15% af kaupverði, og ber 9,8% vexti í 7 ár. Í frétt Vísis í gær kom fram að fleiri byggingarfélög hefðu áhuga á að feta í sömu fótspor. „Mér leist ekkert séstaklega vel á þessa leið og þegar ég kynnti mér hana betur þá leist mér enn verr á hana, þegar að ég sá að lánið er á mjög háum vöxtum til mjög skamms tíma. Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,“ segir Þorsteinn. Sjá einnig: Bjóða 95% fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“Þorsteinn VíglundssonVísirÁður brennt okkur Hann segir að rétt sé að varast umræðuna um aukið veðhluftall, Íslendingar hafi brennt sig á henni áður. 90% fasteignalán voru til að mynda eitt aðalkosningamál Framsóknarflokksins árið 2003, lán sem voru harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þau hafi blásið upp fasteignaverð og aukið þrýstinginn á markaðinn á þenslutíma. „Við þekkjum hvað gerðist hér síðast,“ segir Þorsteinn. „Þetta var fyrst og fremst til að sprengja frekar upp fasteignaverðið og setti fólk oft í mjög skuldsetta stöðu. Það mátti lítið við að fasteignaverð lækkaði að nýju og við fórum í gegnum mjög sársaukafulla og kostnaðarsama aðlögun hvað þetta varðar eftir hrun. Þann leik viljum við ekki endurtaka,“ segir Þorsteinn. „Meintum vanda ungs fólks var mætt með hærri veðsetningu sem á endanum skapaði miklu meira vandamál en það leysti.“ Hann segir lausnina því ekki fólgna í auknu svigrúmi til lántöku, vinna þurfi betur á framboðshliðinni ef tryggja á jafnvægi á fasteignamarkaði til langtíma. Þannig verði að tryggja aukið lóðaframboð og byggja smærra, það muni til að mynda auðvelda ungu fólki að taka fyrsta, erfiða, skrefið inn á húsnæðismarkaðinn. Til þess þarf að efla samtal ríkis við sveitarfélögin, jafnt sem samtalið á milli þeirra. Þrýstingurinn sé mikill á markaðnum núna og segir Þorsteinn að í ráðuneyti hans sé talað um skýr merki ofhitnunar og bólumyndunar – þau beri að varast. Fasteignaverð sé að hækka langt umfram kaupmáttaraukningu. Því sé að öllum líkindum ekki rétti tíminn til að kaupa fasteign. Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að skýr merki séu á fasteignamarkaði um ofhitnun og bólumyndun. Rétt sé að hafa áhyggjur af ástandinu enda sé hækkun á fasteignaverði langt umfram kaupmáttaraukningu. Lausnin sé að auka framboð á lóðum og smærri íbúðum, en ekki hærra lánshlutfall. Það hafi áður leitt okkur í ógöngur. Þorsteinn var spurður álits í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun á 95% fasteignalánum sem byggingarfélagið Þak hefur í hyggju að veita. Um er að ræða lán sem brúar bilið frá bankalánum, á bilinu 10-15% af kaupverði, og ber 9,8% vexti í 7 ár. Í frétt Vísis í gær kom fram að fleiri byggingarfélög hefðu áhuga á að feta í sömu fótspor. „Mér leist ekkert séstaklega vel á þessa leið og þegar ég kynnti mér hana betur þá leist mér enn verr á hana, þegar að ég sá að lánið er á mjög háum vöxtum til mjög skamms tíma. Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,“ segir Þorsteinn. Sjá einnig: Bjóða 95% fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“Þorsteinn VíglundssonVísirÁður brennt okkur Hann segir að rétt sé að varast umræðuna um aukið veðhluftall, Íslendingar hafi brennt sig á henni áður. 90% fasteignalán voru til að mynda eitt aðalkosningamál Framsóknarflokksins árið 2003, lán sem voru harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þau hafi blásið upp fasteignaverð og aukið þrýstinginn á markaðinn á þenslutíma. „Við þekkjum hvað gerðist hér síðast,“ segir Þorsteinn. „Þetta var fyrst og fremst til að sprengja frekar upp fasteignaverðið og setti fólk oft í mjög skuldsetta stöðu. Það mátti lítið við að fasteignaverð lækkaði að nýju og við fórum í gegnum mjög sársaukafulla og kostnaðarsama aðlögun hvað þetta varðar eftir hrun. Þann leik viljum við ekki endurtaka,“ segir Þorsteinn. „Meintum vanda ungs fólks var mætt með hærri veðsetningu sem á endanum skapaði miklu meira vandamál en það leysti.“ Hann segir lausnina því ekki fólgna í auknu svigrúmi til lántöku, vinna þurfi betur á framboðshliðinni ef tryggja á jafnvægi á fasteignamarkaði til langtíma. Þannig verði að tryggja aukið lóðaframboð og byggja smærra, það muni til að mynda auðvelda ungu fólki að taka fyrsta, erfiða, skrefið inn á húsnæðismarkaðinn. Til þess þarf að efla samtal ríkis við sveitarfélögin, jafnt sem samtalið á milli þeirra. Þrýstingurinn sé mikill á markaðnum núna og segir Þorsteinn að í ráðuneyti hans sé talað um skýr merki ofhitnunar og bólumyndunar – þau beri að varast. Fasteignaverð sé að hækka langt umfram kaupmáttaraukningu. Því sé að öllum líkindum ekki rétti tíminn til að kaupa fasteign.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10