Trump ýjar að því að fjölmiðlar hylmi yfir hryðjuverkaárásir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga í bandaríska hernum í dag að fjölmiðlar væru vísvitandi að hylma yfir hryðjuverkaárásir með því að segja ekki frá þeim. „Þið hafið séð hvað gerðist í París og Nice. Þetta er að gerast úti um allt í Evrópu og þetta er komið á þann stað að það er ekki einu sinni verið að segja frá því. Í mörgum tilfellum vilja þessir rosalega óheiðarlegu fjölmiðlar ekki segja frá því. Þeir hafa sínar ástæður og þið skiljið þær,“ sagði Trump í ræðu sinni í dag. Í umfjöllun um málið á vef The Washington Post segir að það sé vissulega svo að ekki er fjallað um allar hryðjuverkaárásir sem eiga sér stað í heiminum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Það hafi hins vegar ekkert með það að gera að hylma yfir árásir vísvitandi heldur sé um að ræða ritstjórnarlegar ákvarðanir hverju sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump, eða ráðgjafar úr hans herbúðum, gagnrýnir fjölmiðla í stuttri forsetatíð sinni en hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Þannig líkti Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, fjölmiðlum við stjórnarandstöðu á dögunum og sagði að þeir ættu að þegja og hlusta enda skildu þeir ekki þjóðina. Bannon hafði skömmu eftir innsetningarathöfn Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningunni. Í sömu viku höfðu fjölmiðlar aftur á móti sett spurningamerki við fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg. Donald Trump Tengdar fréttir Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00 Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30 Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga í bandaríska hernum í dag að fjölmiðlar væru vísvitandi að hylma yfir hryðjuverkaárásir með því að segja ekki frá þeim. „Þið hafið séð hvað gerðist í París og Nice. Þetta er að gerast úti um allt í Evrópu og þetta er komið á þann stað að það er ekki einu sinni verið að segja frá því. Í mörgum tilfellum vilja þessir rosalega óheiðarlegu fjölmiðlar ekki segja frá því. Þeir hafa sínar ástæður og þið skiljið þær,“ sagði Trump í ræðu sinni í dag. Í umfjöllun um málið á vef The Washington Post segir að það sé vissulega svo að ekki er fjallað um allar hryðjuverkaárásir sem eiga sér stað í heiminum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Það hafi hins vegar ekkert með það að gera að hylma yfir árásir vísvitandi heldur sé um að ræða ritstjórnarlegar ákvarðanir hverju sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump, eða ráðgjafar úr hans herbúðum, gagnrýnir fjölmiðla í stuttri forsetatíð sinni en hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Þannig líkti Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, fjölmiðlum við stjórnarandstöðu á dögunum og sagði að þeir ættu að þegja og hlusta enda skildu þeir ekki þjóðina. Bannon hafði skömmu eftir innsetningarathöfn Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningunni. Í sömu viku höfðu fjölmiðlar aftur á móti sett spurningamerki við fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00 Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30 Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00
Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30
Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48