Le Pen ætlar sér að herma eftir Donald Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2017 23:30 Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar. Vísir/EPA Marine Le Pen, leiðtogi og forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, setti fram stefnuskrá sína fyrir forsetakjörið í Frakklandi sem fram fer í maí. Hún virðist vera undir miklum áhrifum frá kosningasigri Donald Trump í Bandaríkjunum og lofar Frökkum skjóli frá hnattvæðingu. Reuters greinir frá. Skoðanakannanir sýna að Le Pen muni bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna sem fer fram 23. apríl en tapa í seinni umferðinni þar sem tveir frambjóðendur berjast um forsetaembættið. Flokkurinn vonast til þess að hneykslismál í tengslum við Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana og vaxandi vinsældir popúlisma á Vesturlöndum muni sannfæra kjósendur um að styðja Le Pen. „Okkur var sagt að Donald Tump myndi aldrei sigra í Bandaríkjunum en hann vann nú samt,“ sagði Jean-Lin Lacapelle, einn af forkólfum flokksins. „Okkur er sagt að Le Pen muni ekki vinna kosningarnar en 7. maí mun hún standa uppi sem sigurvegari.“Engin evra, FREXIT og færri flóttamenFlokkurinn heldur nú flokksþing sitt í Lyon. Helstu stefnumál flokksins fyrir forsetakosningarnar eru þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Frakklands í ESB, að Frakkar hætti að nota evruna sem gjaldmiðil, auknir tollar á influttar vörur auk þess sem hún vill stórbæta velferðarkerfið á sama tíma og hún leggur til að tekjuskattur verði lækkaður. Þá er lagt til að ákveðin réttindi sem allir íbúar Frakklands njóti, á borð við ókeypis menntun, muni aðeins verða í boði fyrir franska ríkisborgara. Þá vill flokkurinn ráða mun fleiri lögreglumann til starfa og minnka fjölda flóttamanna sem koma til Frakklands. Búist er við Le Pen muni mæta hægri kratanum Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna. Var hann skotspónn flestra þeirra sem héldu ræði á flokksþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Í þessum kosningum mætast tveir andstæðir pólar,“ sagði Le Pen. „Val um alþjóðahyggju sem allir andstæðingar mínir styðja eða þjóðernishyggju sem ég stend fyrir.“ Donald Trump Tengdar fréttir Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00 Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00 Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi og forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, setti fram stefnuskrá sína fyrir forsetakjörið í Frakklandi sem fram fer í maí. Hún virðist vera undir miklum áhrifum frá kosningasigri Donald Trump í Bandaríkjunum og lofar Frökkum skjóli frá hnattvæðingu. Reuters greinir frá. Skoðanakannanir sýna að Le Pen muni bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna sem fer fram 23. apríl en tapa í seinni umferðinni þar sem tveir frambjóðendur berjast um forsetaembættið. Flokkurinn vonast til þess að hneykslismál í tengslum við Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana og vaxandi vinsældir popúlisma á Vesturlöndum muni sannfæra kjósendur um að styðja Le Pen. „Okkur var sagt að Donald Tump myndi aldrei sigra í Bandaríkjunum en hann vann nú samt,“ sagði Jean-Lin Lacapelle, einn af forkólfum flokksins. „Okkur er sagt að Le Pen muni ekki vinna kosningarnar en 7. maí mun hún standa uppi sem sigurvegari.“Engin evra, FREXIT og færri flóttamenFlokkurinn heldur nú flokksþing sitt í Lyon. Helstu stefnumál flokksins fyrir forsetakosningarnar eru þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Frakklands í ESB, að Frakkar hætti að nota evruna sem gjaldmiðil, auknir tollar á influttar vörur auk þess sem hún vill stórbæta velferðarkerfið á sama tíma og hún leggur til að tekjuskattur verði lækkaður. Þá er lagt til að ákveðin réttindi sem allir íbúar Frakklands njóti, á borð við ókeypis menntun, muni aðeins verða í boði fyrir franska ríkisborgara. Þá vill flokkurinn ráða mun fleiri lögreglumann til starfa og minnka fjölda flóttamanna sem koma til Frakklands. Búist er við Le Pen muni mæta hægri kratanum Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna. Var hann skotspónn flestra þeirra sem héldu ræði á flokksþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Í þessum kosningum mætast tveir andstæðir pólar,“ sagði Le Pen. „Val um alþjóðahyggju sem allir andstæðingar mínir styðja eða þjóðernishyggju sem ég stend fyrir.“
Donald Trump Tengdar fréttir Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00 Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00 Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10
Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00
Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00
Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48