Arnar og Rakel frumsýna Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 11:30 Allur hópurinn er hér í miðjunni. Frá vinstri: Edgar Smári, Rakel, Anna Sigríður, Guðrún Árný, Hófí, Arnar. Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc Eurovision Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira
Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc
Eurovision Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira