Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Síðari blaðamannafundur lögreglunnar. Gunnar Rúnar stendur hér lengst til vinstri og leiðbeinir fjölmiðlafólki. vísir/anton brink Umfjöllun erlendra fjölmiðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunnar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lögreglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurnum að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasamsteypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunnar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Fréttamiðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrirspurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyrirspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Umfjöllun erlendra fjölmiðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunnar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lögreglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurnum að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasamsteypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunnar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Fréttamiðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrirspurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyrirspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira