Áttundi sigur Skallagríms í röð og Snæfell vann líka | Úrslitin í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 20:58 Kristrún Sigurjónsdóttir skorað 14 stig á móti sínu gamla félagi. Vísir/Ernir Nýliðar Skallagríms gefa ekkert eftir á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta en Borgarnesstelpurnar unnu sinn áttunda leik í röð á Ásvöllum í kvöld. Keflavík og Snæfell unnu líka sína leiki og því breyttist ekkert hjá þremur efstu liðum deildarinnar. Skallagrímur er með tveggja stiga forskot á hin tvö. Spennan jókst hinsvegar í baráttunni um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppni. Valskonur eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Stjörnunni eftir 28 stiga stórsigur á botnliði Grindavíkur.Mia Loyd var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Val og þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir (13 stig), Dagbjört Samúelsdóttir (12), Guðbjörg Sverrisdóttir (10), Elín Sóley Hrafnkelsdóttir (10) og Bergþóra Holton Tómasdóttir (10) skoruðu allar yfir tíu stig. Ingunn Embla Kristínardóttir var stigahæst hjá Grindavík með 15 stig en liðið lék enn á ný án bandarísks leikmanns en Angela Rodriguez hefur ekki enn fengið keppnisleyfi.Stjarnan tapaði á sama tíma með 17 stiga mun á móti Íslandsmeisturum Snæfells, 71-54. Snæfellsliðið er komið á skrið á nýjan leik en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Aaryn Ellenberg-Wiley skorðai 26 stig fyrir Snæfell og Berglind Gunnarsdóttir var með 11 stig og 13 fráköst. Danielle Rodriguez skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna.Skallagrímur vann sex stiga sigur á Haukum á Ásvöllum, 61-55, en Haukakonur hafa bætt sig mikið með tilkomu hinnar bandarísku Nashika Wiliams og Haukaliðið var allt annað en auðveldur andstæðingur fyrir Skallagrím í kvöld. Tavelyn Tillman skoraði 18 stig fyrir Skallagrím, Kristrún Sigurjónsdóttir var með 14 stig og Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur vantaði bara þrjár stoðsendingar í þrennuna en hún var með 10 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Nashika Wiliams var með 17 stig og 19 fráköst og þær Dýrfinna Arnardóttir og Rósa Björk Pétursdóttir skoruðu báðar 14 stig.Keflavík vann öruggan 29 stiga sigur á Njarðvík í Reykjanesbæjaslagnum, 84-55, eftir að hafa verið sextán stigum yfir í hálfleik, 47-31. Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 20 stig á 20 mínútum í leiknum, Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig og Ariana Moorer var með 11 stig. Carmen Tyson-Thomas var með 34 stig og 15 fráköst hjá Njarðvík.Úrslit og stigaskor í leikjum Domino´s deildar kvenna í kvöld:Grindavík-Valur 64-92 (15-24, 18-18, 14-30, 17-20)Grindavík: Ingunn Embla Kristínardóttir 15/12 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/10 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 8, Vigdís María Þórhallsdóttir 6, Petrúnella Skúladóttir 6/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 6, Lovísa Falsdóttir 4, Íris Sverrisdóttir 3, Ólöf Rún Óladóttir 3.Valur: Mia Loyd 25/17 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Dagbjört Samúelsdóttir 12/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 7/5 fráköst, Elfa Falsdottir 3, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.Keflavík-Njarðvík 84-55 (20-16, 27-15, 17-8, 20-16)Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 20/4 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/4 fráköst, Ariana Moorer 11/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/9 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/3 varin skot, María Jónsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 5/4 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4, Erna Freydís Traustadóttir 3, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/8 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 1.Stjarnan-Snæfell 54-71 (10-20, 17-24, 12-16, 15-11)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/10 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 4, Jenný Harðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2/6 fráköst.Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 26/5 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 11/13 fráköst, María Björnsdóttir 7/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6, Sara Diljá Sigurðardóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 5/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 3/7 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Haukar-Skallagrímur 55-61 (14-16, 18-15, 8-14, 15-16)Haukar: Nashika Wiliams 17/18 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 14/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 14/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 18/5 fráköst/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 14/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/13 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 5/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/7 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Nýliðar Skallagríms gefa ekkert eftir á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta en Borgarnesstelpurnar unnu sinn áttunda leik í röð á Ásvöllum í kvöld. Keflavík og Snæfell unnu líka sína leiki og því breyttist ekkert hjá þremur efstu liðum deildarinnar. Skallagrímur er með tveggja stiga forskot á hin tvö. Spennan jókst hinsvegar í baráttunni um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppni. Valskonur eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Stjörnunni eftir 28 stiga stórsigur á botnliði Grindavíkur.Mia Loyd var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Val og þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir (13 stig), Dagbjört Samúelsdóttir (12), Guðbjörg Sverrisdóttir (10), Elín Sóley Hrafnkelsdóttir (10) og Bergþóra Holton Tómasdóttir (10) skoruðu allar yfir tíu stig. Ingunn Embla Kristínardóttir var stigahæst hjá Grindavík með 15 stig en liðið lék enn á ný án bandarísks leikmanns en Angela Rodriguez hefur ekki enn fengið keppnisleyfi.Stjarnan tapaði á sama tíma með 17 stiga mun á móti Íslandsmeisturum Snæfells, 71-54. Snæfellsliðið er komið á skrið á nýjan leik en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Aaryn Ellenberg-Wiley skorðai 26 stig fyrir Snæfell og Berglind Gunnarsdóttir var með 11 stig og 13 fráköst. Danielle Rodriguez skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna.Skallagrímur vann sex stiga sigur á Haukum á Ásvöllum, 61-55, en Haukakonur hafa bætt sig mikið með tilkomu hinnar bandarísku Nashika Wiliams og Haukaliðið var allt annað en auðveldur andstæðingur fyrir Skallagrím í kvöld. Tavelyn Tillman skoraði 18 stig fyrir Skallagrím, Kristrún Sigurjónsdóttir var með 14 stig og Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur vantaði bara þrjár stoðsendingar í þrennuna en hún var með 10 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Nashika Wiliams var með 17 stig og 19 fráköst og þær Dýrfinna Arnardóttir og Rósa Björk Pétursdóttir skoruðu báðar 14 stig.Keflavík vann öruggan 29 stiga sigur á Njarðvík í Reykjanesbæjaslagnum, 84-55, eftir að hafa verið sextán stigum yfir í hálfleik, 47-31. Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 20 stig á 20 mínútum í leiknum, Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig og Ariana Moorer var með 11 stig. Carmen Tyson-Thomas var með 34 stig og 15 fráköst hjá Njarðvík.Úrslit og stigaskor í leikjum Domino´s deildar kvenna í kvöld:Grindavík-Valur 64-92 (15-24, 18-18, 14-30, 17-20)Grindavík: Ingunn Embla Kristínardóttir 15/12 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/10 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 8, Vigdís María Þórhallsdóttir 6, Petrúnella Skúladóttir 6/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 6, Lovísa Falsdóttir 4, Íris Sverrisdóttir 3, Ólöf Rún Óladóttir 3.Valur: Mia Loyd 25/17 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Dagbjört Samúelsdóttir 12/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 7/5 fráköst, Elfa Falsdottir 3, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.Keflavík-Njarðvík 84-55 (20-16, 27-15, 17-8, 20-16)Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 20/4 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/4 fráköst, Ariana Moorer 11/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/9 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3.Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/3 varin skot, María Jónsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 5/4 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4, Erna Freydís Traustadóttir 3, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/8 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 1.Stjarnan-Snæfell 54-71 (10-20, 17-24, 12-16, 15-11)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/10 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 4, Jenný Harðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2/6 fráköst.Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 26/5 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 11/13 fráköst, María Björnsdóttir 7/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6, Sara Diljá Sigurðardóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 5/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 3/7 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Haukar-Skallagrímur 55-61 (14-16, 18-15, 8-14, 15-16)Haukar: Nashika Wiliams 17/18 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 14/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 14/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 18/5 fráköst/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 14/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/13 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 5/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/7 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira