

Yfirheyrslur munu fara fram á grænlensku.
Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík fundaði í gær með Degi B. Eggertssyni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins
"Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík.
Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag.