Óróleiki í kring um útnefningar Trump á embættismönnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 20:05 Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira