Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Kanye West opnaði New York Fashion Week með klaufalegri sýningu Glamour 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Sýna stríðsátök í íslenskum veruleika Glamour Bestu tískuaugnablik Kings of Leon Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Kanye West opnaði New York Fashion Week með klaufalegri sýningu Glamour 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Sýna stríðsátök í íslenskum veruleika Glamour Bestu tískuaugnablik Kings of Leon Glamour