Sterk skilaboð af tískupallinum Ritstjórn skrifar 13. febrúar 2017 20:45 Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Prabal Gurung sýndi nýjustu fatalínu á tískuvikunni í New York um helgina þar sem mátti sjá grófar prjónapeysur, kaðlabelti, áberandi eyrnalokka og litaða augnskugga. Fatahönnuðurinn fékk mikið hrós fyrir fjölbreytt val á fyrirsætum sem voru af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi uppruna. Það var samt endirinn á sýningunni sem vakti mesta athygli en þá gengu fyrirsæturnar allar út á pallinn klæddar í hvíta eða svarta stuttermaboli með ólíkum en sterkum skilaboðum prentuðum á. Sjálfur gekk hönnuðurinn fram í lokinn klæddur í bol þar sem stóð "This is what a feminist looks like" og hlaut standi lófaklapp frá áhorfendum fyrir. Það var gefið að pólitíkin mundi skipa stærri sess en vanalega á þessari árlegu tískuviku í febrúar í New York og greinilegt að samstaðan er mikil. Þessir stuttermabolir eru komnir á óskalistann, helst strax. Glamour Tíska Mest lesið Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Dóttir Michael Jackson er forsíðufyrirsæta Harper's Bazaar Glamour Gisele trylltist í stúkunni þegar sigurinn var í höfn Glamour Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Einn skemmtilegasti götustíll í heiminum Glamour Kim Kardashian sést í fyrsta sinn í margar vikur Glamour Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Glamour Kynslóð eftir kynslóð Glamour Tískustjörnurnar elska strigaskó Kanye West Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour
Fatahönnuðurinn Prabal Gurung sýndi nýjustu fatalínu á tískuvikunni í New York um helgina þar sem mátti sjá grófar prjónapeysur, kaðlabelti, áberandi eyrnalokka og litaða augnskugga. Fatahönnuðurinn fékk mikið hrós fyrir fjölbreytt val á fyrirsætum sem voru af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi uppruna. Það var samt endirinn á sýningunni sem vakti mesta athygli en þá gengu fyrirsæturnar allar út á pallinn klæddar í hvíta eða svarta stuttermaboli með ólíkum en sterkum skilaboðum prentuðum á. Sjálfur gekk hönnuðurinn fram í lokinn klæddur í bol þar sem stóð "This is what a feminist looks like" og hlaut standi lófaklapp frá áhorfendum fyrir. Það var gefið að pólitíkin mundi skipa stærri sess en vanalega á þessari árlegu tískuviku í febrúar í New York og greinilegt að samstaðan er mikil. Þessir stuttermabolir eru komnir á óskalistann, helst strax.
Glamour Tíska Mest lesið Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Dóttir Michael Jackson er forsíðufyrirsæta Harper's Bazaar Glamour Gisele trylltist í stúkunni þegar sigurinn var í höfn Glamour Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Einn skemmtilegasti götustíll í heiminum Glamour Kim Kardashian sést í fyrsta sinn í margar vikur Glamour Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Glamour Kynslóð eftir kynslóð Glamour Tískustjörnurnar elska strigaskó Kanye West Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour