Opinbert plakat Trump tekið úr sölu vegna stafsetningarvillu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 15:00 Hér má sjá villuna umræddu. Bókasafn þings Bandaríkjanna hefur tekið opinbert plakat Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr sölu eftir að þeim var bent á stafsetningar- eða innsláttarvillu. Eitt o vantaði á plakatið. Á plakatinu stóð: „No dream is too big, no challenge is to great. Nothing we want for the future is beyond our reach.“ í annarri setningu ætti að standa „is too great“, eins og í þeirri fyrstu.Samkvæmt AP fréttaveitunni var fljótt tekið eftir villunni og var athygli vakin á henni á samfélagsmiðlum. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við gagnrýnina og tóku plakatið úr sölu. Internetið gleymir þó engu, eins og sagt er. Hægt er að sjá sölusíðu plakatsins á vefnum Archive.org. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stafsetningarvillur stinga upp í kollinum í kringum nýja ríkisstjórn Trump og hann sjálfan. Í desember tísti hann um að Kína hefði lagt hald á fjarstýrðan kafbát sem að Bandaríkin eiga. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“. Eftir innsetningarathöfn Trump í síðasta mánuði tísti hann mynd af athöfninni sem hafði verið hengd upp í Hvíta húsinu. Á myndinni stóð að hún hefði verið tekin 21. janúar, sem var degi eftir innsetningarathöfn Trump. Þann dag gengu þúsundir mótmælenda um götur borgarinnar. Nú um helgina gerðu starfsmenn Menntamálaráðuneytis Bandaríkjanna villu í nafni rithöfundarins og mannréttindasinnans W.E.B DuBois á Twitter. Eftir að hafa leiðrétt villuna var gerð stafsetningarvilla í afsökunarbeiðni vegna fyrri villunnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Bókasafn þings Bandaríkjanna hefur tekið opinbert plakat Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr sölu eftir að þeim var bent á stafsetningar- eða innsláttarvillu. Eitt o vantaði á plakatið. Á plakatinu stóð: „No dream is too big, no challenge is to great. Nothing we want for the future is beyond our reach.“ í annarri setningu ætti að standa „is too great“, eins og í þeirri fyrstu.Samkvæmt AP fréttaveitunni var fljótt tekið eftir villunni og var athygli vakin á henni á samfélagsmiðlum. Starfsmenn bókasafnsins urðu varir við gagnrýnina og tóku plakatið úr sölu. Internetið gleymir þó engu, eins og sagt er. Hægt er að sjá sölusíðu plakatsins á vefnum Archive.org. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stafsetningarvillur stinga upp í kollinum í kringum nýja ríkisstjórn Trump og hann sjálfan. Í desember tísti hann um að Kína hefði lagt hald á fjarstýrðan kafbát sem að Bandaríkin eiga. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“. Eftir innsetningarathöfn Trump í síðasta mánuði tísti hann mynd af athöfninni sem hafði verið hengd upp í Hvíta húsinu. Á myndinni stóð að hún hefði verið tekin 21. janúar, sem var degi eftir innsetningarathöfn Trump. Þann dag gengu þúsundir mótmælenda um götur borgarinnar. Nú um helgina gerðu starfsmenn Menntamálaráðuneytis Bandaríkjanna villu í nafni rithöfundarins og mannréttindasinnans W.E.B DuBois á Twitter. Eftir að hafa leiðrétt villuna var gerð stafsetningarvilla í afsökunarbeiðni vegna fyrri villunnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira