Geðheilbrigðisþjónusta í framhaldsskólum Guðjón S. Brjánsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Geðheilbrigðisþjónusta fyrir ungt fólk, einkum nemendur í framhaldsskólum, hefur verið til umræðu að undanförnu og það er vel. Þetta er brýnt málefni sem hefur verið baráttumál Samfylkingarinnar. Stigin voru mikilvæg fyrstu skref í eflingu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum með lítilsháttar fjárveitingu til ráðningar sálfræðinga á fjárlagaárinu 2016 sem dugar hvergi. Samfylkingin lagði fram tillögu um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum á vorþingi í fyrra en þá var fyrsti flutningsmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður. Þetta var eitt þeirra forgangsmála sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram að nýju nú á haustþingi. Brottfall framhaldsskólanema er alvarlegur vandi á Íslandi en aðeins 44% nemenda ljúka námi á tilsettum tíma. Ungt fólk hverfur frá námi og mun langtímaáhrifa þess gæta víða í samfélaginu og eru þau þegar farin að sjást. Þetta má að hluta rekja til slæmrar geðheilsu ungmenna hér á landi en sjálfsvíg eru til að mynda helsta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. Þessum vanda þarf að mæta, t.d. með auknu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Vegna þessa hefur álag aukist mikið á kennara, skólahjúkrunarfræðinga og námsráðgjafa, sem hvorki hafa menntun né forsendur til þess að takast á við vandann. Einstaka skólar hafa í neyð sinni brugðist við og falið t.d. námsráðgjöfum aukin hlutverk á þessu sviði. Það er hins vegar ófullnægjandi, bregðumst við kallinu og aukum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu innan veggja skólanna. Markmið tillögu okkar í Samfylkingunni er að í byrjun skólaárs 2017-2018 verði tryggt að í öllum framhaldsskólum landsins hafi nemendur aðgang að sálfræðiþjónustu sér að kostnaðarlausu. Við gerum ráð fyrir að ráðherra útfæri nánar með hvaða hætti þjónustan verði veitt en að miða beri við að einn sálfræðingur í fullu starfi geti sinnt um 700 nemendum. Ber að miða þjónustuþörf fámennari jafnt sem fjölmennari skóla við það hlutfall. Það væri Alþingi til mikils sóma að ljúka þessu máli í góðri sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðisþjónusta fyrir ungt fólk, einkum nemendur í framhaldsskólum, hefur verið til umræðu að undanförnu og það er vel. Þetta er brýnt málefni sem hefur verið baráttumál Samfylkingarinnar. Stigin voru mikilvæg fyrstu skref í eflingu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum með lítilsháttar fjárveitingu til ráðningar sálfræðinga á fjárlagaárinu 2016 sem dugar hvergi. Samfylkingin lagði fram tillögu um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum á vorþingi í fyrra en þá var fyrsti flutningsmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður. Þetta var eitt þeirra forgangsmála sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram að nýju nú á haustþingi. Brottfall framhaldsskólanema er alvarlegur vandi á Íslandi en aðeins 44% nemenda ljúka námi á tilsettum tíma. Ungt fólk hverfur frá námi og mun langtímaáhrifa þess gæta víða í samfélaginu og eru þau þegar farin að sjást. Þetta má að hluta rekja til slæmrar geðheilsu ungmenna hér á landi en sjálfsvíg eru til að mynda helsta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. Þessum vanda þarf að mæta, t.d. með auknu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Vegna þessa hefur álag aukist mikið á kennara, skólahjúkrunarfræðinga og námsráðgjafa, sem hvorki hafa menntun né forsendur til þess að takast á við vandann. Einstaka skólar hafa í neyð sinni brugðist við og falið t.d. námsráðgjöfum aukin hlutverk á þessu sviði. Það er hins vegar ófullnægjandi, bregðumst við kallinu og aukum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu innan veggja skólanna. Markmið tillögu okkar í Samfylkingunni er að í byrjun skólaárs 2017-2018 verði tryggt að í öllum framhaldsskólum landsins hafi nemendur aðgang að sálfræðiþjónustu sér að kostnaðarlausu. Við gerum ráð fyrir að ráðherra útfæri nánar með hvaða hætti þjónustan verði veitt en að miða beri við að einn sálfræðingur í fullu starfi geti sinnt um 700 nemendum. Ber að miða þjónustuþörf fámennari jafnt sem fjölmennari skóla við það hlutfall. Það væri Alþingi til mikils sóma að ljúka þessu máli í góðri sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun