Jón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 19:13 Jón Arnór Stefánsson skoraði 19 stig í dag. vísir/andri marino "Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
"Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira