Byssubörn Hildur Björnsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 "Þetta er AK-47.“ Hann pírði augun einbeittur og ákveðinn. Fingurnir beygðir sem ímyndað skotvopn. Ég horfði forviða á soninn. Sjö ára sakleysingjann. Bandaríkjaforseti vill hindra flæði hryðjuverkamanna. Hann beitir tilskipun sem meina á ríkisborgurum tiltekinna múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. Tilskipunin vekur margvíslega furðu. Ekki má sjá að Bandaríkjamönnum stafi sérstök ógn af ríkisborgurum hlutaðeigandi múslimaríkja. Síðustu fimmtán ár hefur enginn slíkur tekið líf Bandaríkjamanns. Ekki einn einasti. Tölfræðin sýnir að Bandaríkjamönnum stafar helst ógn af sjálfum sér. Sjálfum sér og skotvopnum. Árlega falla að meðaltali 11.737 Bandaríkjamenn af völdum samlanda sinna með skotvopn. Þar af tapar árlega 21 einstaklingur lífinu vegna leikskólabarna með skotvopn. Það er brýn ástæða að endurhugsa byssueign. Fjölmörg leikföng eru fúsk og furða. Undarlegust allra eru leikfangavopn. Drápstæki í leikfangalíki. Tilgangurinn fullkomlega framandi. Málsmetandi menn færa sannfærandi rök fyrir skaðleysi leikfangavopna. Ekki mælist fylgni milli byssuleikja barna og ofbeldisglæpa á fullorðinsárum. Það kann að reynast rétt. En það breytir engu. Sum börn sýna skotvopnum áhuga. Leikfangavopn eru auðvitað ólík innbyrðis. Sum saklaus og einhver réttlætanleg. En þau sem líkjast raunverulegum, hættulegum vopnum eiga ekkert erindi við börn. Sem barn stakk ég hvers kyns ílöngum hlutum í munnvikið. Ég þóttist reykja. Var það ástæða til að færa mér leikfangarettu? Ég gef börnunum mínum ekki leikfangavopn. Jafnvel þótt sonurinn sýni þeim áhuga. Ég myndi ekki gefa þeim leikfangaáfengi. Ekki leikfangatóbak. Ekki leikfangadóp. Sumt á hreinlega ekkert erindi við börn og ekkert erindi í leik. Jafnvel þótt börnin sýni því áhuga. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
"Þetta er AK-47.“ Hann pírði augun einbeittur og ákveðinn. Fingurnir beygðir sem ímyndað skotvopn. Ég horfði forviða á soninn. Sjö ára sakleysingjann. Bandaríkjaforseti vill hindra flæði hryðjuverkamanna. Hann beitir tilskipun sem meina á ríkisborgurum tiltekinna múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. Tilskipunin vekur margvíslega furðu. Ekki má sjá að Bandaríkjamönnum stafi sérstök ógn af ríkisborgurum hlutaðeigandi múslimaríkja. Síðustu fimmtán ár hefur enginn slíkur tekið líf Bandaríkjamanns. Ekki einn einasti. Tölfræðin sýnir að Bandaríkjamönnum stafar helst ógn af sjálfum sér. Sjálfum sér og skotvopnum. Árlega falla að meðaltali 11.737 Bandaríkjamenn af völdum samlanda sinna með skotvopn. Þar af tapar árlega 21 einstaklingur lífinu vegna leikskólabarna með skotvopn. Það er brýn ástæða að endurhugsa byssueign. Fjölmörg leikföng eru fúsk og furða. Undarlegust allra eru leikfangavopn. Drápstæki í leikfangalíki. Tilgangurinn fullkomlega framandi. Málsmetandi menn færa sannfærandi rök fyrir skaðleysi leikfangavopna. Ekki mælist fylgni milli byssuleikja barna og ofbeldisglæpa á fullorðinsárum. Það kann að reynast rétt. En það breytir engu. Sum börn sýna skotvopnum áhuga. Leikfangavopn eru auðvitað ólík innbyrðis. Sum saklaus og einhver réttlætanleg. En þau sem líkjast raunverulegum, hættulegum vopnum eiga ekkert erindi við börn. Sem barn stakk ég hvers kyns ílöngum hlutum í munnvikið. Ég þóttist reykja. Var það ástæða til að færa mér leikfangarettu? Ég gef börnunum mínum ekki leikfangavopn. Jafnvel þótt sonurinn sýni þeim áhuga. Ég myndi ekki gefa þeim leikfangaáfengi. Ekki leikfangatóbak. Ekki leikfangadóp. Sumt á hreinlega ekkert erindi við börn og ekkert erindi í leik. Jafnvel þótt börnin sýni því áhuga. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun