Viola Davis flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Viola Davis tekur við verðlaununum í nótt. vísir/getty Bandaríska leikkonan Viola Davis vann Óskarsverðlaunin í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fences. Hún flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum við mikinn fögnuð viðstaddra í salnum en mydnin er byggð á leikriti August Wilson sem lést árið 2015. Davis fór með sama hlutverk í leikritinu þegar það var sýnt á Broadway fyrir nokkrum árum. „Þið vitið að það er einn staður í heiminum þar sem allt fólkið sem hafði mestu möguleikana er samankomið og það er í kirkjugarðinum,“ sagði Davis í upphafi ræðu sinnar. „Fólk spyr mig alltaf hvers konar sögur ég vilji segja og ég svara að ég vilji grafa upp þessi lík. Grafa upp þessar sögur, sögur af fólki sem átti sér stóra drauma en sá þá aldrei rætast, fólk sem varð ástfangið og tapaði. Ég varð listamaður og þakka guði fyrir að ég gerði það því við erum eina starfsstéttin sem fagnar því hvað það þýðir að lifa lífinu.“ Þetta var í þriðja sinn sem Davis var tilnefnd til Óskarsverðlauna en í fyrsta skipti sem hún vann þau. Hún var tilnefnd árið 2008 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Doubt og svo árið 2011 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina The Help. Ræðu Violu má sjá hér að neðan. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríska leikkonan Viola Davis vann Óskarsverðlaunin í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fences. Hún flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum við mikinn fögnuð viðstaddra í salnum en mydnin er byggð á leikriti August Wilson sem lést árið 2015. Davis fór með sama hlutverk í leikritinu þegar það var sýnt á Broadway fyrir nokkrum árum. „Þið vitið að það er einn staður í heiminum þar sem allt fólkið sem hafði mestu möguleikana er samankomið og það er í kirkjugarðinum,“ sagði Davis í upphafi ræðu sinnar. „Fólk spyr mig alltaf hvers konar sögur ég vilji segja og ég svara að ég vilji grafa upp þessi lík. Grafa upp þessar sögur, sögur af fólki sem átti sér stóra drauma en sá þá aldrei rætast, fólk sem varð ástfangið og tapaði. Ég varð listamaður og þakka guði fyrir að ég gerði það því við erum eina starfsstéttin sem fagnar því hvað það þýðir að lifa lífinu.“ Þetta var í þriðja sinn sem Davis var tilnefnd til Óskarsverðlauna en í fyrsta skipti sem hún vann þau. Hún var tilnefnd árið 2008 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Doubt og svo árið 2011 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina The Help. Ræðu Violu má sjá hér að neðan.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira