Við þurfum öll að pissa Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 10:26 Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun