Verðlaunahafar Eddunnar 2017: Hjartasteinn með flest verðlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 22:35 Nína Dögg fékk meðal annars verðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini. Vísir/Hanna Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971. Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971.
Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira