Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 11:49 Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum. Seinkanir gætu orðið veðurs. Vísir/Pjetur Uppfært 12:08: Samkvæmt upplýsingum á vef ISAVIA hefur flugi WOW til New York, Baltimore og Toronto verið aflýst. Bæði Icelandair og WOW Air búast við töluverðum seinkunum á flugi til og frá Evrópu seinnipart dags. Farþegar sem ætla sér að ferðast til útlanda í dag eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum sínum. „Það eru flugfélögin sem taka ákvörðun um það hvað þau gera. Þau munu senda tilkynningu á sína farþega ef eitthvað breytist,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Vísi. „Svo er líka, varðandi reykjanesbrautina, ef hún lokar þá hefur það áhrif ef áhafnir komast ekki. Við biðjum farþega að fylgjast vel með tilkynningum frá sínu flugfélagi.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur í sama streng og biður farþega að fylgjast vel með. „Við erum að seinka öllum flugum í dag. Það sem eftir er dagsins. Við vísum á bæði komur fluga frá Evrópu núna síðdegis, það verður seinkun og síðan aftur flugið vestur um haf. Við hvetjum fólk til að fylgjast með sínu flugi. En þetta mun valda röskun. Eitt og eitt flug sem virðist vera á tíma en heilt yfir virðist þetta vera að valda seinkunum og biðjum fólk að fylgjast vel með,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir veðrið hafa nokkur áhrif á þeirra leiðakerfi. „Þetta veður hefur frekar mikil áhrif á okkar leiðakerfi. Það má búast við að það verði smá seinkanir frá Evrópu til Íslands á meðan veðrið gengur yfir. það sama má segja um seinnipartsflugin okkar á meðan veðrið gengur yfir. Við þurftum að fella niður flugið okkar til New York vegna veðurs,“ segir Svana í samtali við Vísi. Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions segir að margir farþegar sem eigi flug seinnipartinn hafi farið til Keflavíkur með flugrútunni í morgun. „Við reyndum að halda því í morgun og erum að sjá núna að flugfélögin eru byrjuð að aflýsa þannig að við erum að reyna að vinna með það. Ef vélar eru að fara í loftið þá reynum við að koma fólki á staðinn en reynum að setja hvorki starfsfólk eða farþegum í óþarfa hættu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Við fylgjumst með vegagerðinni og flugfélögum. Allt þetta hefur áhrif. Við virðum allar lokanir.“ Svipaðar upplýsingar fengust hjá Iceland Excursions en síðast ferð þeirra til Keflavíkur var klukkan 11:30. Þau segja jafnframt að ef Reykjanesbrautinni verður lokað munu engar ferðir vera og unnið er eftir ákveðinni viðbragðs- og öryggisáætlun sem fer alltaf í gang þegar veður eru válynd.Upplýsingar um komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli má nálgast á vef ISAVIA. Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 "Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur“ Björgunarsveitarmenn vinna nú við að aðstoða Vegagerðina við lokun vega. 24. febrúar 2017 09:49 Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Flugfélag Íslands hefur aflýst nær öllu innanlandsflugi vegna veðurs. 24. febrúar 2017 07:53 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Veðrið nær hámarki síðdegis Búast má við vonskuveðri á landinu í dag. 24. febrúar 2017 07:05 Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56 Tvær rútur fóru útaf á Kjalarnesi Björgunaraðilar vinna að því að koma farþegum til aðstoðar. 24. febrúar 2017 10:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Uppfært 12:08: Samkvæmt upplýsingum á vef ISAVIA hefur flugi WOW til New York, Baltimore og Toronto verið aflýst. Bæði Icelandair og WOW Air búast við töluverðum seinkunum á flugi til og frá Evrópu seinnipart dags. Farþegar sem ætla sér að ferðast til útlanda í dag eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum sínum. „Það eru flugfélögin sem taka ákvörðun um það hvað þau gera. Þau munu senda tilkynningu á sína farþega ef eitthvað breytist,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Vísi. „Svo er líka, varðandi reykjanesbrautina, ef hún lokar þá hefur það áhrif ef áhafnir komast ekki. Við biðjum farþega að fylgjast vel með tilkynningum frá sínu flugfélagi.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur í sama streng og biður farþega að fylgjast vel með. „Við erum að seinka öllum flugum í dag. Það sem eftir er dagsins. Við vísum á bæði komur fluga frá Evrópu núna síðdegis, það verður seinkun og síðan aftur flugið vestur um haf. Við hvetjum fólk til að fylgjast með sínu flugi. En þetta mun valda röskun. Eitt og eitt flug sem virðist vera á tíma en heilt yfir virðist þetta vera að valda seinkunum og biðjum fólk að fylgjast vel með,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir veðrið hafa nokkur áhrif á þeirra leiðakerfi. „Þetta veður hefur frekar mikil áhrif á okkar leiðakerfi. Það má búast við að það verði smá seinkanir frá Evrópu til Íslands á meðan veðrið gengur yfir. það sama má segja um seinnipartsflugin okkar á meðan veðrið gengur yfir. Við þurftum að fella niður flugið okkar til New York vegna veðurs,“ segir Svana í samtali við Vísi. Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions segir að margir farþegar sem eigi flug seinnipartinn hafi farið til Keflavíkur með flugrútunni í morgun. „Við reyndum að halda því í morgun og erum að sjá núna að flugfélögin eru byrjuð að aflýsa þannig að við erum að reyna að vinna með það. Ef vélar eru að fara í loftið þá reynum við að koma fólki á staðinn en reynum að setja hvorki starfsfólk eða farþegum í óþarfa hættu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Við fylgjumst með vegagerðinni og flugfélögum. Allt þetta hefur áhrif. Við virðum allar lokanir.“ Svipaðar upplýsingar fengust hjá Iceland Excursions en síðast ferð þeirra til Keflavíkur var klukkan 11:30. Þau segja jafnframt að ef Reykjanesbrautinni verður lokað munu engar ferðir vera og unnið er eftir ákveðinni viðbragðs- og öryggisáætlun sem fer alltaf í gang þegar veður eru válynd.Upplýsingar um komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli má nálgast á vef ISAVIA.
Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 "Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur“ Björgunarsveitarmenn vinna nú við að aðstoða Vegagerðina við lokun vega. 24. febrúar 2017 09:49 Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Flugfélag Íslands hefur aflýst nær öllu innanlandsflugi vegna veðurs. 24. febrúar 2017 07:53 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Veðrið nær hámarki síðdegis Búast má við vonskuveðri á landinu í dag. 24. febrúar 2017 07:05 Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56 Tvær rútur fóru útaf á Kjalarnesi Björgunaraðilar vinna að því að koma farþegum til aðstoðar. 24. febrúar 2017 10:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23
"Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur“ Björgunarsveitarmenn vinna nú við að aðstoða Vegagerðina við lokun vega. 24. febrúar 2017 09:49
Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Flugfélag Íslands hefur aflýst nær öllu innanlandsflugi vegna veðurs. 24. febrúar 2017 07:53
Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45
Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56
Tvær rútur fóru útaf á Kjalarnesi Björgunaraðilar vinna að því að koma farþegum til aðstoðar. 24. febrúar 2017 10:28