Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heildarlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem samsvara á mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar tiltekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala samkvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokallaðrar starfskjaranefndar fyrirtækisins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnugagna og því undanþegin upplýsingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveitunni sem hins vegar sendi ofangreindar upplýsingar um launakjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoðanda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heildarlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem samsvara á mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar tiltekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala samkvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokallaðrar starfskjaranefndar fyrirtækisins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnugagna og því undanþegin upplýsingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveitunni sem hins vegar sendi ofangreindar upplýsingar um launakjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoðanda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Sjá meira