Öryggissveitir Írak eru studdar af Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum, en írakskir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að erlendir hermenn hefðu tekið þátt í aðgerðunum á og við flugvöllinn. Sveitirnar eru einnig sagðar standa í bardögum við ISIS-liða í nærliggjandi herstöð.

Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í janúar að um helmingur allra þeirra sem dóu í bardögum í austurhluta borgarinnar hafi verið almennir borgarar.
Vesturhluti borgarinnar er eldri en aðrir og götur þar eru þröngar. Talið er að þrengslin gætu gert öryggissveitunum erfitt fyrir og auðveldað ISIS-liðum að sitja fyrir þeim og notast við sprengjur og gildrur.
Vopnaðar sveitir sjálfboðaliða standa einnig í orrustum vestur af Mosul, þar sem þeir berjast gegn ISIS-liðum um fjölda þorpa.
Samkvæmt frétt BBC er flugbraut flugvallarins ónýt, en hann þykir þó mjög mikilvægur. Með því að stjórna flugvellinum geta Írakar tryggt aðkomuleiðir að borginni úr suðri.