Sérhagsmunaliðið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram eftir götunum. Ef þú vilt vera alveg klár á hlutunum og hafa umbúðirnar eins söluvænar og nokkur kostur er þá er vænlegt að slá þessu öllu saman og segjast vera; „umbótasinnaður, frjálslyndur, faglegur, lýðræðislegur, kerfisbreytinga-miðjuflokkur eða miðjumaður“. En hvað stendur stjórnmálamaður eða flokkur raunverulega fyrir og hvenær og hvernig birtist það? Jú, það birtist í verkunum. Verkin sýna merkin eins og sagt er. Það birtist í afstöðu til mála, t.d. þegar þingmenn greiða atkvæði og þegar þingmenn flytja mál. Tökum sem dæmi þingmannahópinn sem enn á ný flytur þingmálið um brennivín í búðir og þá sem hyggjast styðja það. Gæti vera þingmanna í þeim hópi, eða eftir atvikum afstaða flokka, að því marki sem þeir skipa sér í fylkingar með eða á móti, verið betri mælikvarði en fallegar nafngiftir sem menn velja sér sjálfum. Lítum aðeins nánar á það.1. Byggir frumvarpið um brennivín í búðir á faglegi nálgun? Nei, varla verður það sagt þegar allir helstu fagaðilar sem gerst til þekkja, uppeldis-, fræðslu-, forvarna- og heilbrigðisfagfólk með landlækni í broddi fylkingar leggjast alfarið gegn málinu.2. Byggir málið á sterkum lýðræðislegum grunni? Er ástæða til að ætla að meirihluti kjósenda, uppspretta valdsins, vilji þessa breytingu? Svarið er nei. Allar nýlegustu mælingar hafa sýnt að meirihluti landsmanna er á móti málinu. Fólk vill þetta almennt ekki.3. Er þetta augljóst, jákvætt kerfisbreytinga-umbótamál og í hverju felast þá umbæturnar? Engar umbætur eru sjáanlegar. Er ekki staðreyndin sú að fyrirkomulagið í dag er skilvirkt og tryggir jafnræði í þeim skilningi að varan stendur landsmönnum til boða á sama verði hvar sem er á landinu? Almenningur er ánægður með þjónustuna samanber ítrekaðar mælingar samkvæmt svonefndri ánægjuvog.4. Er eitthvað sérstaklega frjálslynt við það að hundsa lýðheilsurök? Svari því hver fyrir sig.5. Er þetta mál í þágu almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum? Nei, svo vill til að það er akkúrat öfugt. Almenningur biður ekki um þessar breytingar og þvert á móti er almenn hneykslun í samfélaginu á því að þetta skuli vera í þvílíkum forgangi sem raun ber vitni hjá þeim sem að málinu standa. Það eru eigendur stórverslunarinnar í landinu sem vilja þessar breytingar. Það eru þeirra hagsmunir sem drífa þetta mál áfram og það er þeirra sérhagsmunum sem hér er verið að þjóna. Aðstandendur málsins eru því sérhagsmunalið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram eftir götunum. Ef þú vilt vera alveg klár á hlutunum og hafa umbúðirnar eins söluvænar og nokkur kostur er þá er vænlegt að slá þessu öllu saman og segjast vera; „umbótasinnaður, frjálslyndur, faglegur, lýðræðislegur, kerfisbreytinga-miðjuflokkur eða miðjumaður“. En hvað stendur stjórnmálamaður eða flokkur raunverulega fyrir og hvenær og hvernig birtist það? Jú, það birtist í verkunum. Verkin sýna merkin eins og sagt er. Það birtist í afstöðu til mála, t.d. þegar þingmenn greiða atkvæði og þegar þingmenn flytja mál. Tökum sem dæmi þingmannahópinn sem enn á ný flytur þingmálið um brennivín í búðir og þá sem hyggjast styðja það. Gæti vera þingmanna í þeim hópi, eða eftir atvikum afstaða flokka, að því marki sem þeir skipa sér í fylkingar með eða á móti, verið betri mælikvarði en fallegar nafngiftir sem menn velja sér sjálfum. Lítum aðeins nánar á það.1. Byggir frumvarpið um brennivín í búðir á faglegi nálgun? Nei, varla verður það sagt þegar allir helstu fagaðilar sem gerst til þekkja, uppeldis-, fræðslu-, forvarna- og heilbrigðisfagfólk með landlækni í broddi fylkingar leggjast alfarið gegn málinu.2. Byggir málið á sterkum lýðræðislegum grunni? Er ástæða til að ætla að meirihluti kjósenda, uppspretta valdsins, vilji þessa breytingu? Svarið er nei. Allar nýlegustu mælingar hafa sýnt að meirihluti landsmanna er á móti málinu. Fólk vill þetta almennt ekki.3. Er þetta augljóst, jákvætt kerfisbreytinga-umbótamál og í hverju felast þá umbæturnar? Engar umbætur eru sjáanlegar. Er ekki staðreyndin sú að fyrirkomulagið í dag er skilvirkt og tryggir jafnræði í þeim skilningi að varan stendur landsmönnum til boða á sama verði hvar sem er á landinu? Almenningur er ánægður með þjónustuna samanber ítrekaðar mælingar samkvæmt svonefndri ánægjuvog.4. Er eitthvað sérstaklega frjálslynt við það að hundsa lýðheilsurök? Svari því hver fyrir sig.5. Er þetta mál í þágu almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum? Nei, svo vill til að það er akkúrat öfugt. Almenningur biður ekki um þessar breytingar og þvert á móti er almenn hneykslun í samfélaginu á því að þetta skuli vera í þvílíkum forgangi sem raun ber vitni hjá þeim sem að málinu standa. Það eru eigendur stórverslunarinnar í landinu sem vilja þessar breytingar. Það eru þeirra hagsmunir sem drífa þetta mál áfram og það er þeirra sérhagsmunum sem hér er verið að þjóna. Aðstandendur málsins eru því sérhagsmunalið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun