Útkall í þágu vísinda Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 00:00 Bank, bank. „Góðan daginn, við erum hér á vegum Kára Stefánssonar til að safna lífsýnum fyrir ameríska lyfjarisann Amgen.“ „Já, frábært en er ekki alveg öruggt að þetta sé ópersónugreinanlegt?“ „Jújújú, ekki séns að finna út úr þessu, allt dulkóðað í bak og fyrir.“ „Já, einmitt, en hérna var ekki Kári Stefánsson að segja að hann ætlaði að finna alla glæpamenn með þessum grunni?“ „Jú!“ „Bíddu, en er þetta þá persónugreinanlegt?“ „Sko, þetta eru ópersónugreinanleg persónugreinanleg gögn.“ „Ha???“ „Ja, sko, þetta er mjög flókið. En Kári er mjög klár í þessu, hann skilur þetta og það er nóg.“ (Smá pirrings farið að gæta hjá safnaranum). „Getið þið þá greint gögnin um mig?“ „Ekki nema þú sért glæpamaður eða ætlir að fremja glæp, þá getum við greint þau.“ „Einmitt það, já, veistu, ég held ég sleppi þessu bara, ég vil ekki að eitthvert amerískt fyrirtæki geti skoðað genin mín, þetta er nú ekki svo glæsilegt hjá mér hvort sem er, ég meina genin.“ „Ég myndi nú skoða þetta aðeins betur ef ég væri þú.“ „Nú, af hverju?“ „Það eru bara þeir sem eru glæpamenn eða ætla að fremja glæp sem ekki vilja vera með í þessu.“ „Kommon, þú ert að grínast.“ „Nei, og þú ferð þá á lista yfir væntanlega glæpamenn, eðlilega, þú vilt ekki vera með og það getur bara verið ein ástæða fyrir því. Annaðhvort ætlar þú að fremja glæp eða ert búin að fremja glæp.“ „Þetta eru tvær ástæður.“ „Ha?“ Hér lauk samtalinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Bank, bank. „Góðan daginn, við erum hér á vegum Kára Stefánssonar til að safna lífsýnum fyrir ameríska lyfjarisann Amgen.“ „Já, frábært en er ekki alveg öruggt að þetta sé ópersónugreinanlegt?“ „Jújújú, ekki séns að finna út úr þessu, allt dulkóðað í bak og fyrir.“ „Já, einmitt, en hérna var ekki Kári Stefánsson að segja að hann ætlaði að finna alla glæpamenn með þessum grunni?“ „Jú!“ „Bíddu, en er þetta þá persónugreinanlegt?“ „Sko, þetta eru ópersónugreinanleg persónugreinanleg gögn.“ „Ha???“ „Ja, sko, þetta er mjög flókið. En Kári er mjög klár í þessu, hann skilur þetta og það er nóg.“ (Smá pirrings farið að gæta hjá safnaranum). „Getið þið þá greint gögnin um mig?“ „Ekki nema þú sért glæpamaður eða ætlir að fremja glæp, þá getum við greint þau.“ „Einmitt það, já, veistu, ég held ég sleppi þessu bara, ég vil ekki að eitthvert amerískt fyrirtæki geti skoðað genin mín, þetta er nú ekki svo glæsilegt hjá mér hvort sem er, ég meina genin.“ „Ég myndi nú skoða þetta aðeins betur ef ég væri þú.“ „Nú, af hverju?“ „Það eru bara þeir sem eru glæpamenn eða ætla að fremja glæp sem ekki vilja vera með í þessu.“ „Kommon, þú ert að grínast.“ „Nei, og þú ferð þá á lista yfir væntanlega glæpamenn, eðlilega, þú vilt ekki vera með og það getur bara verið ein ástæða fyrir því. Annaðhvort ætlar þú að fremja glæp eða ert búin að fremja glæp.“ „Þetta eru tvær ástæður.“ „Ha?“ Hér lauk samtalinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun