Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2017 06:30 Radamel Falcao er byrjaður að raða inn mörkum á nýjan leik. vísir/getty Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Falcao þekkir staðhætti í borginni en hann lék sem lánsmaður með erkifjendum City, Manchester United, tímabilið 2014-15. Kólumbíumaðurinn átti ekkert sérstöku gengi að fagna hjá United, gekk illa að festa sig í sessi og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum. Tímabilið á eftir fór Falcao til Chelsea og þar gekk enn verr. Nú er öldin önnur. Falcao er farinn að skora aftur og minnir á gamla Falcao sem var einn beittasti framherjinn í bransanum áður en hann sleit krossbönd í hné í byrjun árs 2014. Þau meiðsli rændu hann HM í Brasilíu og virtust hafa rænt hann ferlinum. Falcao er hins vegar leikmaður endurfæddur og fer fyrir einu skemmtilegasta sóknarliði Evrópu. Monaco hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum og búið að skora 76 mörk í 26 leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik. Falcao hefur gert 16 af þessum 76 mörkum Monaco. Í kvöld mæta Falcao og félagar á Etihad-völlinn og iða væntanlega í skinninu að hrella City-vörnina sem er langt frá því að vera sú sterkasta. Og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er meðvitaður um hættuna sem stafar af Monaco. „Þeir eru með heilsteypt lið og það fremsta í Evrópu þegar kemur að því að skora mörk. Þetta verður erfið viðureign en við hlökkum til,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:45. Á sama tíma hefst leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid, silfurliðsins frá því í fyrra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Falcao þekkir staðhætti í borginni en hann lék sem lánsmaður með erkifjendum City, Manchester United, tímabilið 2014-15. Kólumbíumaðurinn átti ekkert sérstöku gengi að fagna hjá United, gekk illa að festa sig í sessi og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum. Tímabilið á eftir fór Falcao til Chelsea og þar gekk enn verr. Nú er öldin önnur. Falcao er farinn að skora aftur og minnir á gamla Falcao sem var einn beittasti framherjinn í bransanum áður en hann sleit krossbönd í hné í byrjun árs 2014. Þau meiðsli rændu hann HM í Brasilíu og virtust hafa rænt hann ferlinum. Falcao er hins vegar leikmaður endurfæddur og fer fyrir einu skemmtilegasta sóknarliði Evrópu. Monaco hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum og búið að skora 76 mörk í 26 leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik. Falcao hefur gert 16 af þessum 76 mörkum Monaco. Í kvöld mæta Falcao og félagar á Etihad-völlinn og iða væntanlega í skinninu að hrella City-vörnina sem er langt frá því að vera sú sterkasta. Og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er meðvitaður um hættuna sem stafar af Monaco. „Þeir eru með heilsteypt lið og það fremsta í Evrópu þegar kemur að því að skora mörk. Þetta verður erfið viðureign en við hlökkum til,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:45. Á sama tíma hefst leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid, silfurliðsins frá því í fyrra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira