Ísland í fararbroddi í jafnréttismálum Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2017 09:47 Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun