Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 13:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um helgina, þar sem hann sakaði Barack Obama, forvera sinn, um að hlera síma sína hafa valdið miklum usla. Bandamenn Trump og aðrir repúblikanar hafa átt erfitt með að verja yfirlýsingar forsetans, sem hefur gengið skrefinu lengra og farið fram á að þingið rannsaki hvort eitthvað sé til í ásökunum sínum. Uppákoman hefur þó vakið upp spurningar um hvaðan þær upplýsingar sem enda á Twitter-síðu eins valdamesta manns heims koma. Í tístum sínum sagðist Trump hafa nýverið komist að því að Obama hefði látið hlera símana í Trump turninum í New York rétt fyrir kosningarnar. Hann sagði ekkert hafa komið út úr hlerununum og að um væri að ræða svokallaðan McCarthyisma. Þá sagðist hann Obama hafa náð nýjum lægðum og að um sé að ræða mál sem sé sambærilegt við mál Nixon og Watergate hneykslið.Tístin endaði Trump á því að segja að Obama væri „vondur (eða sjúkur) maður“.Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Is it legal for a sitting President to be "wire tapping" a race for president prior to an election? Turned down by court earlier. A NEW LOW!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 I'd bet a good lawyer could make a great case out of the fact that President Obama was tapping my phones in October, just prior to Election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 How low has President Obama gone to tapp my phones during the very sacred election process. This is Nixon/Watergate. Bad (or sick) guy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Klukkutíma eftir að hann sagðist hafa komist á snoðir um þessar meintu hleranir sem jafnist á við Watergate hneykslið, tísti Trump um að Arnold Schwarzenegger hefði verið rekinn frá Apprentice þáttunum vegna „lítils (ömurlegs) áhorfs“. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Schwarzenegger neitaði að styðja Trump í forsetakosningunum. Eftir að byrja daginn í Flórída á áðurnefndum tístum fór Trump í golf.Arnold Schwarzenegger isn't voluntarily leaving the Apprentice, he was fired by his bad (pathetic) ratings, not by me. Sad end to great show— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Talsmaður Obama segir ásakanir Trump vera rangar og það sama gera yfirmaður alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar Trump hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. Þess í stað hafi hann verið að vísa til umfjöllunar fjölmiðla. Einn af talsmönnum Hvíta hússins hefur sent fjölmiðlum fimm greinar frá BBC, HeatStreet, New York Times, The National Review og Fox News. Þessum greinum er ætlað að styðja mál forsetans. Líklegast þykir þó að Trump hafi verið að vísa til umfjöllunar á Breitbart um meinta „valdaránstilraun“ Obama sem birtist á föstudagskvöldið. Einn helsti ráðgjafi Trump, Stephen Bannon, var áður ritstjóri Breitbart.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Sú umfjöllun byggði á ummælum þáttastjórnandans Mark Levin í þætti sínum The Mark Levin Show á fimmtudaginn. Í þættinum sagði Levin að Obama hefði notað forsetaembættið til að hlera síma Trump. Hvorki í útvarpinu né á Breitbart var vísað í nokkrar sannanir. Breitbart vísaði þó í grein hægri-miðilsins HeatStreet frá því í nóvember. Sú grein fjallar um að FBI hafi haft starfsmenn framboðs Trump til rannsóknar vegna mögulegra tengsla þeirra við yfirvöld í Rússlandi. Þá hafi meint hlerun snúið að vefþjóni og tveimur rússneskum bönkum en ekki símum.Greinarnar styðja forsetann ekki Nokkrir fjölmiðlar hafa skoðað greinarnar sem Hvíta húsið vísaði í og farið yfir málið. Þar má meðal annars nefna Washington Post og Politifact. Flestir eru þeir á einu máli. Flestar greinana sem vísað er til tengjast málinu lítið og þær sem tengjast því fjalla ekki um að Obama hafi fyrirskipað hleranir á Trump. Þar að auki hafi þær ekki verið staðfestar. Auk þess getur forseti Bandaríkjanna ekki löglega fyrirskipað hleranir á ríkisborgara Bandaríkjanna. Eina leiðin til að gera það löglega liggur í gegnum Dómsmálaráðuneytið og dómara. Þá bendir Washington Post, á kaldhæðnina í því að ríkisstjórn Donald Trump noti „falskar-fréttir New York Times“ til að styðja mál sitt og þá sérstaklega grein sem byggir á nafnlausum heimildarmönnum. Trump sagði nýverið að greinar sem byggi á slíku séu lygar. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Trump heldur einhverju fram á Twitter, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir því. Sem dæmi má nefna að eftir að í ljós kom að hann hlaut færri atkvæði í forsetakosningum en Hillary Clinton, hefur hann ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega og þau hafi öll kosið Clinton. Þá þykir ólíklegt að þetta verði í síðasta sinn sem forsetinn veldur usla með tístum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um helgina, þar sem hann sakaði Barack Obama, forvera sinn, um að hlera síma sína hafa valdið miklum usla. Bandamenn Trump og aðrir repúblikanar hafa átt erfitt með að verja yfirlýsingar forsetans, sem hefur gengið skrefinu lengra og farið fram á að þingið rannsaki hvort eitthvað sé til í ásökunum sínum. Uppákoman hefur þó vakið upp spurningar um hvaðan þær upplýsingar sem enda á Twitter-síðu eins valdamesta manns heims koma. Í tístum sínum sagðist Trump hafa nýverið komist að því að Obama hefði látið hlera símana í Trump turninum í New York rétt fyrir kosningarnar. Hann sagði ekkert hafa komið út úr hlerununum og að um væri að ræða svokallaðan McCarthyisma. Þá sagðist hann Obama hafa náð nýjum lægðum og að um sé að ræða mál sem sé sambærilegt við mál Nixon og Watergate hneykslið.Tístin endaði Trump á því að segja að Obama væri „vondur (eða sjúkur) maður“.Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Is it legal for a sitting President to be "wire tapping" a race for president prior to an election? Turned down by court earlier. A NEW LOW!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 I'd bet a good lawyer could make a great case out of the fact that President Obama was tapping my phones in October, just prior to Election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 How low has President Obama gone to tapp my phones during the very sacred election process. This is Nixon/Watergate. Bad (or sick) guy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Klukkutíma eftir að hann sagðist hafa komist á snoðir um þessar meintu hleranir sem jafnist á við Watergate hneykslið, tísti Trump um að Arnold Schwarzenegger hefði verið rekinn frá Apprentice þáttunum vegna „lítils (ömurlegs) áhorfs“. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Schwarzenegger neitaði að styðja Trump í forsetakosningunum. Eftir að byrja daginn í Flórída á áðurnefndum tístum fór Trump í golf.Arnold Schwarzenegger isn't voluntarily leaving the Apprentice, he was fired by his bad (pathetic) ratings, not by me. Sad end to great show— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Talsmaður Obama segir ásakanir Trump vera rangar og það sama gera yfirmaður alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar Trump hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. Þess í stað hafi hann verið að vísa til umfjöllunar fjölmiðla. Einn af talsmönnum Hvíta hússins hefur sent fjölmiðlum fimm greinar frá BBC, HeatStreet, New York Times, The National Review og Fox News. Þessum greinum er ætlað að styðja mál forsetans. Líklegast þykir þó að Trump hafi verið að vísa til umfjöllunar á Breitbart um meinta „valdaránstilraun“ Obama sem birtist á föstudagskvöldið. Einn helsti ráðgjafi Trump, Stephen Bannon, var áður ritstjóri Breitbart.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Sú umfjöllun byggði á ummælum þáttastjórnandans Mark Levin í þætti sínum The Mark Levin Show á fimmtudaginn. Í þættinum sagði Levin að Obama hefði notað forsetaembættið til að hlera síma Trump. Hvorki í útvarpinu né á Breitbart var vísað í nokkrar sannanir. Breitbart vísaði þó í grein hægri-miðilsins HeatStreet frá því í nóvember. Sú grein fjallar um að FBI hafi haft starfsmenn framboðs Trump til rannsóknar vegna mögulegra tengsla þeirra við yfirvöld í Rússlandi. Þá hafi meint hlerun snúið að vefþjóni og tveimur rússneskum bönkum en ekki símum.Greinarnar styðja forsetann ekki Nokkrir fjölmiðlar hafa skoðað greinarnar sem Hvíta húsið vísaði í og farið yfir málið. Þar má meðal annars nefna Washington Post og Politifact. Flestir eru þeir á einu máli. Flestar greinana sem vísað er til tengjast málinu lítið og þær sem tengjast því fjalla ekki um að Obama hafi fyrirskipað hleranir á Trump. Þar að auki hafi þær ekki verið staðfestar. Auk þess getur forseti Bandaríkjanna ekki löglega fyrirskipað hleranir á ríkisborgara Bandaríkjanna. Eina leiðin til að gera það löglega liggur í gegnum Dómsmálaráðuneytið og dómara. Þá bendir Washington Post, á kaldhæðnina í því að ríkisstjórn Donald Trump noti „falskar-fréttir New York Times“ til að styðja mál sitt og þá sérstaklega grein sem byggir á nafnlausum heimildarmönnum. Trump sagði nýverið að greinar sem byggi á slíku séu lygar. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Trump heldur einhverju fram á Twitter, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir því. Sem dæmi má nefna að eftir að í ljós kom að hann hlaut færri atkvæði í forsetakosningum en Hillary Clinton, hefur hann ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega og þau hafi öll kosið Clinton. Þá þykir ólíklegt að þetta verði í síðasta sinn sem forsetinn veldur usla með tístum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira