Auk þessara laga ákvað sérstök dómnefnd að hleypa laginu Bammbaramm með Hildi Kristínu Stefánsdóttur áfram í úrslit keppninnar.

Tólf lög hófu keppni í Söngvakeppninni en þeim var skipt upp þannig að sex lög voru flutt á hvoru undankvöldi. Þrjú frá hverju undankvöldi komust áfram í úrslitin sem verða haldin í Laugardalshöll að viku liðinni.
Sérstök dómnefnd, sem skipuð er af hálfu RÚV, hefur möguleika á að hleypa einu lagi til viðbótar áfram, telj hún það eiga sérstakt erindi í úrslit. Fyrir valinu í ár varð sem fyrr segir lagið Bammbaramm.
Í fyrra var ekkert dómaralag í úrslitum því ekki var talin þörf á því. Sjá nánar hér.
Það vakti mikla athygli í vikunni þegar Hildur Kristín sendi formlega kvörtun til RÚV vegna mistaka sem hún sagði að hefðu orðið vegna hljóðblöndunar á lagi hennar. Sagði hún það hafa orðið til þess að flutningur hennar skilaði sér ekki sem skyldi til áhorfenda heima í stofu sem horfðu á sjónvarpsútsendingu keppninnar.