Hættu að afsaka þig Kona! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 3. mars 2017 12:06 Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja!
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun