Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2017 11:44 Arngrímur Jóhannsson lýsir flugslysinu örlagaríka í viðtali við Vikudag. „Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00