Mæðgurnar Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir með framlag í Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2017 10:09 Mæðgurnar Erla Bolladóttir og Linda Hartmanns. Vísir Linda Hartmanns stígur fyrst á svið í Háskólabíói næstkomandi laugardagskvöld þar sem hún mun flytja lagið Ástfangin á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið samdi hún fyrst á ensku undir heitinu Obvious Love en hún flytur það með íslenskum texta á laugardag sem hún samdi ásamt móður sinni Erlu Bolladóttur. Þetta er í fyrsta skiptið sem Linda keppir í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún er því með mikla reynslu af tónlist. 27 ára gömul státar hún af þriggja ára veru í tónlistarskóla FÍH. Hún var í stelpu rokksveitinni Elektru. Hún er í reggí-hljómsveitinni Lefty Hooks & The Right Thingz.En nú síðast tóku eflaust flestir eftir henni í The Voice Ísland.Hafa haft nægan tíma til æfinga Linda segir mikinn undirbúning að baki atriði hennar. Tveimur mánuðum fyrir jól fékk hún að vita að lagið hennar yrði í Söngvakeppni Sjónvarpsins en mátti engum segja það fyrr en tilkynnt var formlega hvaða lög yrðu í keppninni nú í janúar. „Við höfum því haft nægan tíma til æfinga,“ segir Linda en spurð hvort hún mun brydda upp á einhverjum nýjungum í atriði sínu sem á eftir að koma áhorfendum á óvart svarar hún að svo gæti farið. „Ég held líka að það eigi eftir að koma fólki á óvart hvað ég er góð að syngja á sviði,“ segir Linda og nefnir að þeir sem hafa heyrt lifandi flutning hennar á laginu hafi fengið nýjan upplifun á það.Linda í The Voice.Svekkt að detta út úr The Voice Hún segir reynsluna af The Voice eiga eftir að nýtast henni vel en hún var þó svekkt að detta þar út. Það var um það leyti þar sem lög voru valin í sameiningu og endaði hún með lag sem hentaði henni ekki. Í Söngvakeppninni mun hún hins vegar syngja sitt eigið lag sem sé allt önnur upplifun. „Ég var svekkt að detta út en það er rosalega gott að fara beint úr því yfir í Söngvakeppnina, það er allt öðruvísi pakki,“ segir Linda.Lagið samið eftir ferð til Suður-Afríku Hún segir lagið fjalla um unga konu sem verður ástfangin en hræðist þær tilfinningar og lætur sig því hverfa á brott. „Svo þegar hún áttar sig á þessum tilfinningum þá er það of seint og hún getur ekkert gert í því.“ Innblásturinn að laginu fékk hún þegar hún dvaldi í Suður-Afríku fyrir ári. Móðir hennar hafði boðið henni þangað ásamt systur Lindu sem er ættleidd frá Suður-Afríku. „Við vorum þar í þrjár vikur og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að semja þetta lag.“ Hún segir íslenska textann sem hún samdi ásamt móður sinni vera mjög líkan þeim enska, en þó með ljóðrænni blæ. „Hún hefur gert nokkra texta fyrir mig og er núna að gera annan fyrir nýtt lag sem ég er að semja,“ segir Linda.Erla með mikinn áhuga á ritlits Móðir hennar starfar á vettvangi menntunar og innflytjendamála sem verkefnisstjóri hjá Mími símenntunarstöð en hún hefur mikinn áhuga á ritlist. Árið 2008 gaf hún út sjálfsævisöguna Erla, góða Erla sem er uppgjör á hennar ævi en Linda segir hana vera með aðra bók í vinnslu. Linda segist bjartsýn fyrir keppnina á laugardag en gerir sér grein fyrir að keppnin er hörð, en hún þarf að etja kappi við reynslubolta á borð við Pál Rósinkranz og Svölu Björgvinsdóttur. „Svo lengi sem ég dett ekki á sviðinu, þá verð ég í góðum málum.“Uppfært: Hér áður var fullyrt að Linda hefði tekið þátt í Söngvakeppninni með hljómsveitinni Elektru árið 2009. Það er rangt því Linda var ekki í hljómsveitinni á þeim tíma. Hún gekk hins vegar til liðs við bandið árið 2010. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Linda Hartmanns stígur fyrst á svið í Háskólabíói næstkomandi laugardagskvöld þar sem hún mun flytja lagið Ástfangin á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið samdi hún fyrst á ensku undir heitinu Obvious Love en hún flytur það með íslenskum texta á laugardag sem hún samdi ásamt móður sinni Erlu Bolladóttur. Þetta er í fyrsta skiptið sem Linda keppir í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún er því með mikla reynslu af tónlist. 27 ára gömul státar hún af þriggja ára veru í tónlistarskóla FÍH. Hún var í stelpu rokksveitinni Elektru. Hún er í reggí-hljómsveitinni Lefty Hooks & The Right Thingz.En nú síðast tóku eflaust flestir eftir henni í The Voice Ísland.Hafa haft nægan tíma til æfinga Linda segir mikinn undirbúning að baki atriði hennar. Tveimur mánuðum fyrir jól fékk hún að vita að lagið hennar yrði í Söngvakeppni Sjónvarpsins en mátti engum segja það fyrr en tilkynnt var formlega hvaða lög yrðu í keppninni nú í janúar. „Við höfum því haft nægan tíma til æfinga,“ segir Linda en spurð hvort hún mun brydda upp á einhverjum nýjungum í atriði sínu sem á eftir að koma áhorfendum á óvart svarar hún að svo gæti farið. „Ég held líka að það eigi eftir að koma fólki á óvart hvað ég er góð að syngja á sviði,“ segir Linda og nefnir að þeir sem hafa heyrt lifandi flutning hennar á laginu hafi fengið nýjan upplifun á það.Linda í The Voice.Svekkt að detta út úr The Voice Hún segir reynsluna af The Voice eiga eftir að nýtast henni vel en hún var þó svekkt að detta þar út. Það var um það leyti þar sem lög voru valin í sameiningu og endaði hún með lag sem hentaði henni ekki. Í Söngvakeppninni mun hún hins vegar syngja sitt eigið lag sem sé allt önnur upplifun. „Ég var svekkt að detta út en það er rosalega gott að fara beint úr því yfir í Söngvakeppnina, það er allt öðruvísi pakki,“ segir Linda.Lagið samið eftir ferð til Suður-Afríku Hún segir lagið fjalla um unga konu sem verður ástfangin en hræðist þær tilfinningar og lætur sig því hverfa á brott. „Svo þegar hún áttar sig á þessum tilfinningum þá er það of seint og hún getur ekkert gert í því.“ Innblásturinn að laginu fékk hún þegar hún dvaldi í Suður-Afríku fyrir ári. Móðir hennar hafði boðið henni þangað ásamt systur Lindu sem er ættleidd frá Suður-Afríku. „Við vorum þar í þrjár vikur og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að semja þetta lag.“ Hún segir íslenska textann sem hún samdi ásamt móður sinni vera mjög líkan þeim enska, en þó með ljóðrænni blæ. „Hún hefur gert nokkra texta fyrir mig og er núna að gera annan fyrir nýtt lag sem ég er að semja,“ segir Linda.Erla með mikinn áhuga á ritlits Móðir hennar starfar á vettvangi menntunar og innflytjendamála sem verkefnisstjóri hjá Mími símenntunarstöð en hún hefur mikinn áhuga á ritlist. Árið 2008 gaf hún út sjálfsævisöguna Erla, góða Erla sem er uppgjör á hennar ævi en Linda segir hana vera með aðra bók í vinnslu. Linda segist bjartsýn fyrir keppnina á laugardag en gerir sér grein fyrir að keppnin er hörð, en hún þarf að etja kappi við reynslubolta á borð við Pál Rósinkranz og Svölu Björgvinsdóttur. „Svo lengi sem ég dett ekki á sviðinu, þá verð ég í góðum málum.“Uppfært: Hér áður var fullyrt að Linda hefði tekið þátt í Söngvakeppninni með hljómsveitinni Elektru árið 2009. Það er rangt því Linda var ekki í hljómsveitinni á þeim tíma. Hún gekk hins vegar til liðs við bandið árið 2010.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira