Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2017 16:00 Þetta verður í 397. skipti sem Kristján fer með hlutverk Cavaradossi. Vísir/ÞÖK/Vilhelm. Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“ Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira