Förum varlega Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnin kynnti á sunnudag síðasta áfangann í áætlun um losun fjármagnshafta. Fulla losun hafta á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Með breytingum á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag lýkur vegferð sem hófst í nóvember 2008 þegar höftum var komið á í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Að vísu stendur eftir heimildin sem Alþingi lögfesti 27. nóvember 2008 enda verða ýmsar takmarkanir á fjármagnshreyfingum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika í landinu. Svo sem ýmsar takmarkanir á innflæði til að hafa taumhald á vaxtamunarviðskiptum. Venjulegt launafólk sem hefur tekjur í íslenskum krónum mun ekki finna fyrir breytingunni enda var meginþorri almennings laus undan höftum um síðustu áramót þegar heimildir til fjármagnshreyfinga í erlendum gjaldeyri voru rýmkaðar upp að 100 milljónum króna. Hins vegar er afnám hafta risavaxið skref fyrir lífeyrissjóði sem þurfa ekki lengur að reiða sig á undanþágur eða rýmkaðar heimildir til fjárfestinga. Lífeyrissjóðirnir geta nú kerfisbundið farið að byggja upp eignasöfn sín erlendis enda hefur eignahlutfall þeirra í gjaldeyri verið of lágt. Stærstur hluti neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar er í formi innflutnings á vöru og þjónustu. Æskilegt væri að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða væri að lágmarki 50 prósent en það hefur verið 22-23 prósent. Fullt afnám hafta er því mikilvægt og jákvætt skref fyrir almenning í landinu, skjólstæðinga lífeyriskerfisins. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherra að góðar aðstæður séu til afnáms hafta núna. Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu sem byggist á traustum stoðum verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi en ekki lántökum í útlöndum líkt og í síðasta góðæri. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins hefur verið leystur. Þá er Ísland ekki lengur í hópi skuldara í útlöndum eftir að hrein erlend staða þjóðarbúsins varð jákvæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eftir seinna stríð. Með því er Ísland orðið lánardrottinn erlendis og komið í hóp með ríkjum eins og Austurríki, Sviss og Noregi. Vandi fylgir vegsemd hverri og fullt afnám hafta gerir miklar kröfur til okkar sem þjóðar. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að bankarnir geti ekki farið að vaxa á ný í útlöndum í skjóli gjaldeyrisforðans sem í lok febrúar var 809 milljarðar króna. Við megum ekki endurtaka mistökin frá árunum 2003-2008. Best væri ef bankarnir væru skattlagðir og þeir látnir greiða kostnaðinn við rekstur gjaldeyrisforðans því þeir njóta góðs af honum þar sem Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara. Slíkt þarf að koma til framkvæmda áður en ríkið selur hlut sinn í Íslandsbanka og Landsbankanum. Seðlabankinn fékk sérstök þjóðhagsvarúðartæki til að beita eftir afnám hafta. Það er mikilvægt að Seðlabankinn standi vaktina og beiti þessum valdheimildum af festu með það fyrir augum að verja lífskjör almennings. Við þurfum að fara varlega og læra af mistökum fortíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á sunnudag síðasta áfangann í áætlun um losun fjármagnshafta. Fulla losun hafta á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Með breytingum á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag lýkur vegferð sem hófst í nóvember 2008 þegar höftum var komið á í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Að vísu stendur eftir heimildin sem Alþingi lögfesti 27. nóvember 2008 enda verða ýmsar takmarkanir á fjármagnshreyfingum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika í landinu. Svo sem ýmsar takmarkanir á innflæði til að hafa taumhald á vaxtamunarviðskiptum. Venjulegt launafólk sem hefur tekjur í íslenskum krónum mun ekki finna fyrir breytingunni enda var meginþorri almennings laus undan höftum um síðustu áramót þegar heimildir til fjármagnshreyfinga í erlendum gjaldeyri voru rýmkaðar upp að 100 milljónum króna. Hins vegar er afnám hafta risavaxið skref fyrir lífeyrissjóði sem þurfa ekki lengur að reiða sig á undanþágur eða rýmkaðar heimildir til fjárfestinga. Lífeyrissjóðirnir geta nú kerfisbundið farið að byggja upp eignasöfn sín erlendis enda hefur eignahlutfall þeirra í gjaldeyri verið of lágt. Stærstur hluti neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar er í formi innflutnings á vöru og þjónustu. Æskilegt væri að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða væri að lágmarki 50 prósent en það hefur verið 22-23 prósent. Fullt afnám hafta er því mikilvægt og jákvætt skref fyrir almenning í landinu, skjólstæðinga lífeyriskerfisins. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherra að góðar aðstæður séu til afnáms hafta núna. Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu sem byggist á traustum stoðum verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi en ekki lántökum í útlöndum líkt og í síðasta góðæri. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins hefur verið leystur. Þá er Ísland ekki lengur í hópi skuldara í útlöndum eftir að hrein erlend staða þjóðarbúsins varð jákvæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eftir seinna stríð. Með því er Ísland orðið lánardrottinn erlendis og komið í hóp með ríkjum eins og Austurríki, Sviss og Noregi. Vandi fylgir vegsemd hverri og fullt afnám hafta gerir miklar kröfur til okkar sem þjóðar. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að bankarnir geti ekki farið að vaxa á ný í útlöndum í skjóli gjaldeyrisforðans sem í lok febrúar var 809 milljarðar króna. Við megum ekki endurtaka mistökin frá árunum 2003-2008. Best væri ef bankarnir væru skattlagðir og þeir látnir greiða kostnaðinn við rekstur gjaldeyrisforðans því þeir njóta góðs af honum þar sem Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara. Slíkt þarf að koma til framkvæmda áður en ríkið selur hlut sinn í Íslandsbanka og Landsbankanum. Seðlabankinn fékk sérstök þjóðhagsvarúðartæki til að beita eftir afnám hafta. Það er mikilvægt að Seðlabankinn standi vaktina og beiti þessum valdheimildum af festu með það fyrir augum að verja lífskjör almennings. Við þurfum að fara varlega og læra af mistökum fortíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun