Vetrarferðin – verk fullt af fegurð og trega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2017 09:15 Snorri og Gunnar hafa æft Vetrarferðina frá því á síðasta hausti, hér heima hjá Snorra. Vísir/GVA Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 16:00.Í fyrstu stóð hér að tónleikarnir byrjuðu klukkan 17:00, sem er ekki rétt. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tónbókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmælandinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo tilfinningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrarferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrarferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zender í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja það aftur og til þess skapaðist tækifæri þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söngskóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og kortér og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyrendur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017 Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 16:00.Í fyrstu stóð hér að tónleikarnir byrjuðu klukkan 17:00, sem er ekki rétt. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tónbókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmælandinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo tilfinningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrarferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrarferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zender í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja það aftur og til þess skapaðist tækifæri þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söngskóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og kortér og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyrendur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira