Tímamót á bankamarkaði Stjórnarmaðurinn skrifar 26. mars 2017 11:00 Tilkynnt var í vikunni að bandarískir fjárfestingarsjóðir, ásamt fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, hefðu komist að samkomulagi um kaup á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka. Ljóst er að um stórfrétt er að ræða í íslenskri efnahagssögu og stóran áfanga í uppgjörinu við eftirmál hrunsins. Hitt er þó ekki síður merkilegt að hér er komin stærsta fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fyrr og síðar. Þetta er ekki stóriðjufjárfesting og ekki ævintýramennska sem tengist íslensku vatni eða orku. Í grunninn eru þetta því tímamót sem ber að fagna. Reyndir bandarískir fjárfestar eru í reynd að gefa það í skyn með fótunum að þeir hafi trú á íslensku efnahagslífi, og láta meira að segja ofursterka krónu ekki trufla sig. Þetta fylgir í kjölfar aðkomu Bandaríkjamanna að farsímafélaginu Nova og aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Íslenskur markaður er að verða alþjóðlegri, sem er nokkuð sem við aldrei náðum á árunum fyrir hrun. Í þessu samhengi er athyglisvert að heyra umræður á Alþingi um málið. Sumir þingmenn leggja á það alla áherslu að fá upplýst um endanlega eigendur sjóðanna. Væntanlega er það hægara sagt en gert en fjárfestar í sjóðum sem þessum geta numið þúsundum. Skynsamlegri nálgun væri að einblína á þá sem eru í fararbroddi sjóðanna. Aðrir virðast sannfærðir um að þarna sé um einhvers konar leppviðskipti að ræða. Slíkar hugmyndir eru í besta falli kjánalegar. Goldman Sachs og Hauck & Aufhauser eiga lítið sameiginlegt. Á meðan sitja lífeyrissjóðirnir eftir með sárt ennið en þeir höfðu borið víurnar í bankann. Fyrir þá sem eru hrifnir af fjölbreytni er fagnaðarefni að sú umleitan hafi ekki gengið eftir. Það var ekki spennandi tilhugsun að láta sjóðunum eftir bankakerfið í ofanálag við nánast öll skráð félög í landinu. Salan á Arion er vafalaust ekki fullkomin, og raunar er margt sem bendir til að tiltölulega lágt verð hafi fengist fyrir hlutinn í bankanum. Tækifærin eru í ofanálag æpandi. Vafalaust er hægt að lækka rekstrarkostnað verulega með einu pennastriki og ljóst er að svigrúm er til verulegra arðgreiðslna. Þangað til annað kemur í ljós er hins vegar ekki ástæða til annars en bjartsýni. Íslendingar hafa gott af samskiptum við útlendinga. Það á við um bankamenn sem aðra.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Tilkynnt var í vikunni að bandarískir fjárfestingarsjóðir, ásamt fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, hefðu komist að samkomulagi um kaup á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka. Ljóst er að um stórfrétt er að ræða í íslenskri efnahagssögu og stóran áfanga í uppgjörinu við eftirmál hrunsins. Hitt er þó ekki síður merkilegt að hér er komin stærsta fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fyrr og síðar. Þetta er ekki stóriðjufjárfesting og ekki ævintýramennska sem tengist íslensku vatni eða orku. Í grunninn eru þetta því tímamót sem ber að fagna. Reyndir bandarískir fjárfestar eru í reynd að gefa það í skyn með fótunum að þeir hafi trú á íslensku efnahagslífi, og láta meira að segja ofursterka krónu ekki trufla sig. Þetta fylgir í kjölfar aðkomu Bandaríkjamanna að farsímafélaginu Nova og aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Íslenskur markaður er að verða alþjóðlegri, sem er nokkuð sem við aldrei náðum á árunum fyrir hrun. Í þessu samhengi er athyglisvert að heyra umræður á Alþingi um málið. Sumir þingmenn leggja á það alla áherslu að fá upplýst um endanlega eigendur sjóðanna. Væntanlega er það hægara sagt en gert en fjárfestar í sjóðum sem þessum geta numið þúsundum. Skynsamlegri nálgun væri að einblína á þá sem eru í fararbroddi sjóðanna. Aðrir virðast sannfærðir um að þarna sé um einhvers konar leppviðskipti að ræða. Slíkar hugmyndir eru í besta falli kjánalegar. Goldman Sachs og Hauck & Aufhauser eiga lítið sameiginlegt. Á meðan sitja lífeyrissjóðirnir eftir með sárt ennið en þeir höfðu borið víurnar í bankann. Fyrir þá sem eru hrifnir af fjölbreytni er fagnaðarefni að sú umleitan hafi ekki gengið eftir. Það var ekki spennandi tilhugsun að láta sjóðunum eftir bankakerfið í ofanálag við nánast öll skráð félög í landinu. Salan á Arion er vafalaust ekki fullkomin, og raunar er margt sem bendir til að tiltölulega lágt verð hafi fengist fyrir hlutinn í bankanum. Tækifærin eru í ofanálag æpandi. Vafalaust er hægt að lækka rekstrarkostnað verulega með einu pennastriki og ljóst er að svigrúm er til verulegra arðgreiðslna. Þangað til annað kemur í ljós er hins vegar ekki ástæða til annars en bjartsýni. Íslendingar hafa gott af samskiptum við útlendinga. Það á við um bankamenn sem aðra.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira