Stærsta gjöfin Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 22. mars 2017 07:00 Kæru fermingarbörn, bæði þið sem fermist trúarlega og borgaralega. Fermingardagurinn er gleðidagur. Þá kemur stórfjölskyldan saman til þess að fagna yfir lífinu, yfir persónu ykkar og framtíð. Og í gleði sinni gefur fólk gjafir. Misstórar eftir efnum og ástæðum. Á bak við gjafirnar býr þakklæti og ást. Þegar ég fermdist áttu foreldrar mínir ekki til mikla peninga. Veislan var heima í stofu, mamma eldaði allan matinn, Ingibjörg saumakona útbjó brúnu flauelsdraktina á mig og ég fléttaði sjálf á mér hárið. En það sem stóð upp úr á þessum degi var það að móðursystur mínar og amma og afi í Reykjavík keyrðu 400 km til þess að eiga þennan dag með mér. Því gleymi ég aldrei. Ég man hvað mér þótti frábært að vera aðal og mér þótti ótrúlega vænt um hvað fólk lagði mikið á sig til þess að vera með mér þennan dag. Ég er búin að kenna fermingarbörnum í 30 ár og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Í mínum huga er fermingarundirbúningurinn og allt sem fermingunni tengist ekki síst æfing í því að standa með sjálfum sér og komast að því hvað maður vill. Ég veit að þið heyrið oft gefið í skyn að þið séuð bara gráðug og pakkasjúk og fermist þess vegna, en í fræðslunni sem þið fáið eruð þið hvött til þess að hugsa sjálfstætt og láta ekki annað fólk skilgreina ykkur. Sjálfur fermingardagurinn er síðan æfing í því að vera stór manneskja sem kann að þiggja góða hluti án þess að bera sig saman við aðra og sjá kærleikann á bak við hverja gjöf. Kæra fermingarbarn. Stærsta gjöf fermingardagsins ert þú. Ef þú ákveður að leita að tilgangi lífsins opnum huga og láta ekki aðra skilgreina þig, þá hefur þú sigrað heiminn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun
Kæru fermingarbörn, bæði þið sem fermist trúarlega og borgaralega. Fermingardagurinn er gleðidagur. Þá kemur stórfjölskyldan saman til þess að fagna yfir lífinu, yfir persónu ykkar og framtíð. Og í gleði sinni gefur fólk gjafir. Misstórar eftir efnum og ástæðum. Á bak við gjafirnar býr þakklæti og ást. Þegar ég fermdist áttu foreldrar mínir ekki til mikla peninga. Veislan var heima í stofu, mamma eldaði allan matinn, Ingibjörg saumakona útbjó brúnu flauelsdraktina á mig og ég fléttaði sjálf á mér hárið. En það sem stóð upp úr á þessum degi var það að móðursystur mínar og amma og afi í Reykjavík keyrðu 400 km til þess að eiga þennan dag með mér. Því gleymi ég aldrei. Ég man hvað mér þótti frábært að vera aðal og mér þótti ótrúlega vænt um hvað fólk lagði mikið á sig til þess að vera með mér þennan dag. Ég er búin að kenna fermingarbörnum í 30 ár og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Í mínum huga er fermingarundirbúningurinn og allt sem fermingunni tengist ekki síst æfing í því að standa með sjálfum sér og komast að því hvað maður vill. Ég veit að þið heyrið oft gefið í skyn að þið séuð bara gráðug og pakkasjúk og fermist þess vegna, en í fræðslunni sem þið fáið eruð þið hvött til þess að hugsa sjálfstætt og láta ekki annað fólk skilgreina ykkur. Sjálfur fermingardagurinn er síðan æfing í því að vera stór manneskja sem kann að þiggja góða hluti án þess að bera sig saman við aðra og sjá kærleikann á bak við hverja gjöf. Kæra fermingarbarn. Stærsta gjöf fermingardagsins ert þú. Ef þú ákveður að leita að tilgangi lífsins opnum huga og láta ekki aðra skilgreina þig, þá hefur þú sigrað heiminn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun