Lykilleikmenn eru lítið að spila Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. mars 2017 19:00 Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira