Fræðilegir frambjóðendur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. mars 2017 07:00 Hvernig stendur eiginlega á því að þið eruð alltaf að taka viðtöl við Hannes Hólmstein í fréttunum, hann er alltaf kallaður til þegar það þarf að fá viðbrögð úr akademíunni? Er hann ekki svo pólitískur og tengdur, ég meina er hann ekki innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn?“ Fréttamaður: „Nei, sjáðu hann hefur aldrei setið á þingi eða farið í prófkjör og jú hann er vinur Davíðs, en hann er líka fræðimaður og hann heldur þessu alveg aðskildu, toppmaður.“ „En af hverju talið þið aldrei við til dæmis Eirík Bergmann eða Baldur Þórhalls?“ Fréttamaður: „Jú sjáðu, þeir hafa nú báðir blessaðir verið í framboði eða í prófkjöri hjá Samfó, annar þeirra sat nú bara á þingi fyrir Samfó.“ „Geta þeir samt ekki aðskilið, svona eins og Hannes?“ Fréttamaður: „Nei, það er nú sitt hvað að þekkja Davíð eða vera á þingi fyrir stjórnmálaflokk. Við leggjum það ekki á þá að þurfa að tjá sig um hvað þeirra menn eru að segja á þingi. Og svo þurfum við að hugsa um áhorfendur. Þeir verða að geta treyst því að þegar við tölum við fólk úr akademíunni þá séu það hlutlausir, já og helst blóðlausir, fræðimenn sem eru bara að rannsaka og svona. Grundvallaratriði, skilurðu.“ „Ég skil, en getið þið ekki bara látið áhorfendur vita, ég meina, upplýst um það að þeir séu með þessi tengsl við stjórnmálin og þannig kallað þá til? Þetta eru jú fínir fræðimenn.“ Fréttamaður: „Já, þú meinar, að við látum áhorfendur vita, já kannski er það góð hugmynd.“ „Já, svona í nafni upplýstrar umræðu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Hvernig stendur eiginlega á því að þið eruð alltaf að taka viðtöl við Hannes Hólmstein í fréttunum, hann er alltaf kallaður til þegar það þarf að fá viðbrögð úr akademíunni? Er hann ekki svo pólitískur og tengdur, ég meina er hann ekki innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn?“ Fréttamaður: „Nei, sjáðu hann hefur aldrei setið á þingi eða farið í prófkjör og jú hann er vinur Davíðs, en hann er líka fræðimaður og hann heldur þessu alveg aðskildu, toppmaður.“ „En af hverju talið þið aldrei við til dæmis Eirík Bergmann eða Baldur Þórhalls?“ Fréttamaður: „Jú sjáðu, þeir hafa nú báðir blessaðir verið í framboði eða í prófkjöri hjá Samfó, annar þeirra sat nú bara á þingi fyrir Samfó.“ „Geta þeir samt ekki aðskilið, svona eins og Hannes?“ Fréttamaður: „Nei, það er nú sitt hvað að þekkja Davíð eða vera á þingi fyrir stjórnmálaflokk. Við leggjum það ekki á þá að þurfa að tjá sig um hvað þeirra menn eru að segja á þingi. Og svo þurfum við að hugsa um áhorfendur. Þeir verða að geta treyst því að þegar við tölum við fólk úr akademíunni þá séu það hlutlausir, já og helst blóðlausir, fræðimenn sem eru bara að rannsaka og svona. Grundvallaratriði, skilurðu.“ „Ég skil, en getið þið ekki bara látið áhorfendur vita, ég meina, upplýst um það að þeir séu með þessi tengsl við stjórnmálin og þannig kallað þá til? Þetta eru jú fínir fræðimenn.“ Fréttamaður: „Já, þú meinar, að við látum áhorfendur vita, já kannski er það góð hugmynd.“ „Já, svona í nafni upplýstrar umræðu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun