Rússíbanareið krónunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 20. mars 2017 11:30 Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent