„Það er dapurlegra en orð fá lýst að nú, 14 árum síðar, skuli leitt í ljós að stjórnvöld. sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi þennan þátt málsins,“ segir Geir í skriflegu svari til Fréttablaðsins þegar hann var inntur eftir viðbrögðum.
Valgerður Sverrisdóttur sem einnig sat í ríkisstjórninni, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist dolfallin yfir niðurstöðunni. „Já, ég er sorgmædd,“ segir Valgerður Sverrisdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon var formaður VG og sat í stjórnarandstöðu á þeim tíma þegar bankinn var seldur. Hann segist ekkert geta fullyrt um það að stjórnvöld hafi vitað af blekkingunum.
„Ég vil ekki ætla mönnum það að hafa haft grun sem þeir hafi bælt niður,“ segir Steingrímur. Þetta sé hins vegar þáttur sem verði að fara betur yfir.
„Hvernig gat þetta farið framhjá öllum?“ segir Steingrímur.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu