Sjáðu langtímaveðurspána fyrir páskana Birgir Olgeirsson skrifar 7. apríl 2017 10:31 Úr Hlíðarfjalli á Akureyri. Búist er við suðlægri átt og fremur vætusömu en mildu veðri í dag. Á norðanverðum Vestfjörðum og annesjum norðan til verður hins vegar austlægari átt og slydda. Í nótt og á morgun gengur í hvassa norðaustan átt og síðar norðan átt með ofankomu fyrir norðan, en yfirleitt þurrt syðra. Kólnar í veðri og eins má búast við að skyggni verði lélegt í ofankomunni á morgun og gæti færð spillst á skömmum tíma, einkum á fjallvegum norðan til á landinu. Fer að lægja annað kvöld með minnkandi úrkomu, fyrst um landið vestanvert. Éljagangur fyrir norðan á sunnudag, en skýjað með köflum syðra.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Norðan 5-13 m/s, hvassast austan til, en hægari síðdegis. Stöku él, en yfirleitt þurrt og bjart suðvestan- og vestanlands. Frost víða 1 til 6 stig, en hiti kringum frostmark með suðurströndinni.Á mánudag:Fremur hæg breytileg átt, þurrt að kalla og frost um mest allt land, en snýst í suðaustan 5-13 með snjókomu og síðar rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi og hlýnar.Á þriðjudag:Ákveðin austanátt. Rigning sunnan- og vestanlands, en annars slydda eða snjókoma. Norðlægari síðdegis og víða él. Kólnandi veður.Á miðvikudag:Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við suður- og suðvesturströndina að deginum.Á fimmtudag:Útlit fyrir suðaustlæga átt. Skúrir eða él, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hlýnar lítið eitt. Eins og sást hér fyrir ofan nær langtímaspá Veðurstofu Íslands til skírdags.Margir hafa eflaust hugsað sér að fara til Ísafjarðar yfir páskahelgina og kíkja á Aldrei fór ég suður.Ágúst Atlason.Margir ætla vafalaust að leggja land undir fót um páskana og því skynsamlegt að fylgjast vel með veðurspá dagana fyrir brottför. Langtímaspár geta verið forvitnilegar en alls ekki áreiðanlegar og er því hyggilegra fyrir þá sem ætla að ferðast í næstu viku að gera ráð fyrir því að veðurspá getur breyst með skömmum fyrirvara og því réttast að vera með allar nýjustu upplýsingar áður en lagt er af stað. Á norska veðurvefnum nær langtímaveðurspáin til páskadags og verður hún rakin í grófu dráttum hér fyrir neðan:Ísafjörður:Föstudagurinn langi: Hiti rétt við frostmark, heiðskírt yfir daginn en léttskýjað um kvöldið. Ekki er búist við ofankomu en suðaustlægri átt, 2 - 6 metrum á sekúndu.Laugardagur fyrir páskadag: Léttskýjað yfir daginn og fram á kvöld. Hiti um frostmark og hæg suðaustlæg átt.Páskadagur: Spáð er snjókomu og frosti um 1 til 2 stig. Suðaustlæg átt, 2 til 4 metrar á sekúndu.Reykjavík:Föstudagurinn langi: Skýjað, hiti 2 til 5 stig. Breytilegri átt spáð, 2 - 6 metrum á sekúndu.Laugardagur fyrir páskadag: Skýjað og líkur á lítils háttar úrkomu. Hiti 2 til 4 stig og hæg breytileg átt.Páskadagur: Skýjað, slydda hiti við frostmark. Spáð suðvestan átt 3 til 8 metrum á sekúndu.Akureyri:Föstudagurinn langi: Hálfskýjað, frost fyrri part dags en hiti um frostmark síðdegis og fram á kvöld. Hæg breytileg átt.Laugardagur fyrir páska: Skýjað með deginum og snjókoma en heiðskírt um kvöldið. Frost 1 til 3 stig. Hæg breytileg átt.Páskadagur: Lítils háttar ofankoma og skýjað. Frost 1 til 4 stig. Hæg suðlæg átt.Egilsstaðir:Föstudagurinn langi: Skýjað, spáð frosti til hádegis en hiti 4 til 5 stig með deginum og fram á kvöld. Þurrt en hæg suðaustan átt.Laugardagur: Úrkoma, hiti 1 til 5 stig. Spáð hæg breytilegri átt.Páskadagur: Heiðskírt með deginum en dregur fyrir um kvöldið og má búast við örlítilli vætu. Hiti um frostmark til hádegis en nær allt að fjögurra stiga hita síðdegis. Hæg breytileg sunnan átt.Selfoss:Föstudagurinn langi: Skýjað og lítils háttar úrkoma. Hiti 3 til 5 stig. Suðvestlæg átt 3 til 7 metrar á sekúndu.Laugardagur fyrir páskadag: Slydda eða úrkoma fram að hádegi, en þurrt síðdegis og um kvöldið. Hiti 1 til 4 stig. Hæg breytileg átt.Páskadagur: Úrkoma yfir daginn, hiti 2 stig og suðvestan átt, 6 til 9 metrar á sekúndu. Aldrei fór ég suður Veður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Búist er við suðlægri átt og fremur vætusömu en mildu veðri í dag. Á norðanverðum Vestfjörðum og annesjum norðan til verður hins vegar austlægari átt og slydda. Í nótt og á morgun gengur í hvassa norðaustan átt og síðar norðan átt með ofankomu fyrir norðan, en yfirleitt þurrt syðra. Kólnar í veðri og eins má búast við að skyggni verði lélegt í ofankomunni á morgun og gæti færð spillst á skömmum tíma, einkum á fjallvegum norðan til á landinu. Fer að lægja annað kvöld með minnkandi úrkomu, fyrst um landið vestanvert. Éljagangur fyrir norðan á sunnudag, en skýjað með köflum syðra.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Norðan 5-13 m/s, hvassast austan til, en hægari síðdegis. Stöku él, en yfirleitt þurrt og bjart suðvestan- og vestanlands. Frost víða 1 til 6 stig, en hiti kringum frostmark með suðurströndinni.Á mánudag:Fremur hæg breytileg átt, þurrt að kalla og frost um mest allt land, en snýst í suðaustan 5-13 með snjókomu og síðar rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi og hlýnar.Á þriðjudag:Ákveðin austanátt. Rigning sunnan- og vestanlands, en annars slydda eða snjókoma. Norðlægari síðdegis og víða él. Kólnandi veður.Á miðvikudag:Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við suður- og suðvesturströndina að deginum.Á fimmtudag:Útlit fyrir suðaustlæga átt. Skúrir eða él, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hlýnar lítið eitt. Eins og sást hér fyrir ofan nær langtímaspá Veðurstofu Íslands til skírdags.Margir hafa eflaust hugsað sér að fara til Ísafjarðar yfir páskahelgina og kíkja á Aldrei fór ég suður.Ágúst Atlason.Margir ætla vafalaust að leggja land undir fót um páskana og því skynsamlegt að fylgjast vel með veðurspá dagana fyrir brottför. Langtímaspár geta verið forvitnilegar en alls ekki áreiðanlegar og er því hyggilegra fyrir þá sem ætla að ferðast í næstu viku að gera ráð fyrir því að veðurspá getur breyst með skömmum fyrirvara og því réttast að vera með allar nýjustu upplýsingar áður en lagt er af stað. Á norska veðurvefnum nær langtímaveðurspáin til páskadags og verður hún rakin í grófu dráttum hér fyrir neðan:Ísafjörður:Föstudagurinn langi: Hiti rétt við frostmark, heiðskírt yfir daginn en léttskýjað um kvöldið. Ekki er búist við ofankomu en suðaustlægri átt, 2 - 6 metrum á sekúndu.Laugardagur fyrir páskadag: Léttskýjað yfir daginn og fram á kvöld. Hiti um frostmark og hæg suðaustlæg átt.Páskadagur: Spáð er snjókomu og frosti um 1 til 2 stig. Suðaustlæg átt, 2 til 4 metrar á sekúndu.Reykjavík:Föstudagurinn langi: Skýjað, hiti 2 til 5 stig. Breytilegri átt spáð, 2 - 6 metrum á sekúndu.Laugardagur fyrir páskadag: Skýjað og líkur á lítils háttar úrkomu. Hiti 2 til 4 stig og hæg breytileg átt.Páskadagur: Skýjað, slydda hiti við frostmark. Spáð suðvestan átt 3 til 8 metrum á sekúndu.Akureyri:Föstudagurinn langi: Hálfskýjað, frost fyrri part dags en hiti um frostmark síðdegis og fram á kvöld. Hæg breytileg átt.Laugardagur fyrir páska: Skýjað með deginum og snjókoma en heiðskírt um kvöldið. Frost 1 til 3 stig. Hæg breytileg átt.Páskadagur: Lítils háttar ofankoma og skýjað. Frost 1 til 4 stig. Hæg suðlæg átt.Egilsstaðir:Föstudagurinn langi: Skýjað, spáð frosti til hádegis en hiti 4 til 5 stig með deginum og fram á kvöld. Þurrt en hæg suðaustan átt.Laugardagur: Úrkoma, hiti 1 til 5 stig. Spáð hæg breytilegri átt.Páskadagur: Heiðskírt með deginum en dregur fyrir um kvöldið og má búast við örlítilli vætu. Hiti um frostmark til hádegis en nær allt að fjögurra stiga hita síðdegis. Hæg breytileg sunnan átt.Selfoss:Föstudagurinn langi: Skýjað og lítils háttar úrkoma. Hiti 3 til 5 stig. Suðvestlæg átt 3 til 7 metrar á sekúndu.Laugardagur fyrir páskadag: Slydda eða úrkoma fram að hádegi, en þurrt síðdegis og um kvöldið. Hiti 1 til 4 stig. Hæg breytileg átt.Páskadagur: Úrkoma yfir daginn, hiti 2 stig og suðvestan átt, 6 til 9 metrar á sekúndu.
Aldrei fór ég suður Veður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira