Keflavík keppi við Helsinki sem tengistöð heimsálfa Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2017 10:15 Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, segir eitt stærsta tækifæri Íslendinga felast í því að efla Keflavíkurflugvöll sem alþjóðlega tengimiðstöð. Áætlanir WOW um stækkun flugflotans og tvöföldun farþegafjölda knýja á um hraða stækkun Leifsstöðvar. Þetta kom fram í frétt Stöðvar, sem sjá má hér að ofan. WOW-flugfélagið hyggst stækka flugflota sinn úr 17 þotum upp í 24 á næsta ári en stærsta viðbótin felst í fjórum nýjum langdrægum breiðþotum. Skúli Mogensen hyggst bæta við nýjum heimsálfum í leiðakerfið með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð og segist ætla að tvöfalda farþegafjölda WOW úr þremur milljónum upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. „Megnið af þessari aukningu verða svokallaðir via-farþegar, það er að segja, þá erum við að nota Ísland sem stoppistöð,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. „Ég held einmitt að eitt stærsta tækifæri sem við höfum núna framundan, - ekki bara WOW, heldur í rauninni við sem þjóð, - er að búa hér til alþjóðlegan flugvöll sem er fókuseraður á að efla þessa tengimiðstöð. Lega landsins er þannig að við getum stækkað töluvert, ef við horfum til dæmis á hvernig Helsinki hefur byggt upp sinn flugvöll sem tengistöð Asíu og Evrópu. Besta dæmið er Dubai, sem er búið að fara úr engu í tæplega hundrað milljón farþega á síðastliðnum tuttugu árum, fyrst og fremst til að tengja saman heimsálfur.“Keflavíkurflugvöllur í framtíðinni, samkvæmt þróunaráætlun til ársins 2040.Það var á árunum fyrir 1990 sem Flugleiðir hófu kerfisbundið að breyta leiðakerfi sínu með það í huga að nota Leifsstöð sem skiptistöð, sem önnur flugfélög hafa síðan nýtt sér. Hjá Flugleiðum byrjaði þetta á sex borgum í Evrópu og þremur borgum í Ameríku og allar flugvélarnar mættust svo á sama tíma í Keflavík. Þrjátíu árum síðar hefur borgafjöldinn og farþegafjöldinn næstum tífaldast. Í sumar verður flogið frá um sextíu stöðum í Evrópu og yfir tuttugu stöðum í Ameríku. Og nú eru horfur á að það verði ekki bara flogið í austur og vestur heldur einnig í norður en stórborgir Asíu, eins og Tókýó og Sjanghæ, eru líklegastar til að verða með þeim fyrstu þegar skiptistöðin Keflavík fer að þjóna fleiri heimsálfum. -Getur Keflavíkurflugvöllur tekið við þessu? „Ekki í núverandi mynd, engan veginn,“ svarar Skúli. „Ísland er að verða uppselt. Bæði þá, eins og staðan er núna, komufarþegar en líka, ef þessi sýn á að verða að veruleika, þá þarf að taka til hendinni og stækka flugvöllinn umtalsvert.“ WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13 Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, segir eitt stærsta tækifæri Íslendinga felast í því að efla Keflavíkurflugvöll sem alþjóðlega tengimiðstöð. Áætlanir WOW um stækkun flugflotans og tvöföldun farþegafjölda knýja á um hraða stækkun Leifsstöðvar. Þetta kom fram í frétt Stöðvar, sem sjá má hér að ofan. WOW-flugfélagið hyggst stækka flugflota sinn úr 17 þotum upp í 24 á næsta ári en stærsta viðbótin felst í fjórum nýjum langdrægum breiðþotum. Skúli Mogensen hyggst bæta við nýjum heimsálfum í leiðakerfið með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð og segist ætla að tvöfalda farþegafjölda WOW úr þremur milljónum upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. „Megnið af þessari aukningu verða svokallaðir via-farþegar, það er að segja, þá erum við að nota Ísland sem stoppistöð,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. „Ég held einmitt að eitt stærsta tækifæri sem við höfum núna framundan, - ekki bara WOW, heldur í rauninni við sem þjóð, - er að búa hér til alþjóðlegan flugvöll sem er fókuseraður á að efla þessa tengimiðstöð. Lega landsins er þannig að við getum stækkað töluvert, ef við horfum til dæmis á hvernig Helsinki hefur byggt upp sinn flugvöll sem tengistöð Asíu og Evrópu. Besta dæmið er Dubai, sem er búið að fara úr engu í tæplega hundrað milljón farþega á síðastliðnum tuttugu árum, fyrst og fremst til að tengja saman heimsálfur.“Keflavíkurflugvöllur í framtíðinni, samkvæmt þróunaráætlun til ársins 2040.Það var á árunum fyrir 1990 sem Flugleiðir hófu kerfisbundið að breyta leiðakerfi sínu með það í huga að nota Leifsstöð sem skiptistöð, sem önnur flugfélög hafa síðan nýtt sér. Hjá Flugleiðum byrjaði þetta á sex borgum í Evrópu og þremur borgum í Ameríku og allar flugvélarnar mættust svo á sama tíma í Keflavík. Þrjátíu árum síðar hefur borgafjöldinn og farþegafjöldinn næstum tífaldast. Í sumar verður flogið frá um sextíu stöðum í Evrópu og yfir tuttugu stöðum í Ameríku. Og nú eru horfur á að það verði ekki bara flogið í austur og vestur heldur einnig í norður en stórborgir Asíu, eins og Tókýó og Sjanghæ, eru líklegastar til að verða með þeim fyrstu þegar skiptistöðin Keflavík fer að þjóna fleiri heimsálfum. -Getur Keflavíkurflugvöllur tekið við þessu? „Ekki í núverandi mynd, engan veginn,“ svarar Skúli. „Ísland er að verða uppselt. Bæði þá, eins og staðan er núna, komufarþegar en líka, ef þessi sýn á að verða að veruleika, þá þarf að taka til hendinni og stækka flugvöllinn umtalsvert.“
WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13 Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13
Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13
WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01