Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 18:41 Theresa May ásamt Donald Tusk. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að Bretland muni ekki fallast á það í samningaviðræðum að gefa fullveldi Gíbraltar upp á bátinn í komandi samningaviðræðum. Guardian greinir frá. Staða Gíbraltar hefur að undanförnu verið í eldlínunni í samskiptum Bretlands við Evrópusambandið eftir að í ljós kom í samningsdrögum sambandsins í komandi Brexit viðræðum, að Spánverjar munu hafa úrslitavald í atriðum sem varða Gíbraltar. Löndin tvö hafa deilt um Gíbraltar í aldaraðir. Tusk er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bretlandi en ljóst er að leiðtogarnir tveir hafa nóg til að tala um fyrir komandi útgönguviðræður Breta við sambandið. Samkvæmt tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu fór vel á með þeim Tusk og May á fundinum og var andrúmsloftið jákvætt. Sammældust þau um að vera í nánum tengslum á komandi vikum og mánuðum, á meðan útgönguferli Bretlands stendur. Í tilkynningunni segir um Gíbraltar:„Forsætisráðherrann gerði Tusk það einnig ljóst að í málum Gíbraltar, er afstaða Bretlands óbreytt. Bretland mun falast eftir sem bestum samning fyrir Gíbraltar við útgöngu Bretlands og það verða engar viðræður um fullveldi þeirra án samþykkis fólksins sem býr í Gíbraltar.“ Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal fólks sem býr í Gíbraltar sýna ítrekað að mikill meirihluti fólksins vill að skaginn verði áfram hluti af Bretlandi en á sama tíma kusu 96 prósent þeirra með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. May tók aftur fram í viðræðum við Tusk, að hún vilji falast eftir „djúpum og sérstökum samskiptum“ við Evrópusambandið eftir útgöngu Bretlands. Gíbraltar Tengdar fréttir Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20 ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05 Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að Bretland muni ekki fallast á það í samningaviðræðum að gefa fullveldi Gíbraltar upp á bátinn í komandi samningaviðræðum. Guardian greinir frá. Staða Gíbraltar hefur að undanförnu verið í eldlínunni í samskiptum Bretlands við Evrópusambandið eftir að í ljós kom í samningsdrögum sambandsins í komandi Brexit viðræðum, að Spánverjar munu hafa úrslitavald í atriðum sem varða Gíbraltar. Löndin tvö hafa deilt um Gíbraltar í aldaraðir. Tusk er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bretlandi en ljóst er að leiðtogarnir tveir hafa nóg til að tala um fyrir komandi útgönguviðræður Breta við sambandið. Samkvæmt tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu fór vel á með þeim Tusk og May á fundinum og var andrúmsloftið jákvætt. Sammældust þau um að vera í nánum tengslum á komandi vikum og mánuðum, á meðan útgönguferli Bretlands stendur. Í tilkynningunni segir um Gíbraltar:„Forsætisráðherrann gerði Tusk það einnig ljóst að í málum Gíbraltar, er afstaða Bretlands óbreytt. Bretland mun falast eftir sem bestum samning fyrir Gíbraltar við útgöngu Bretlands og það verða engar viðræður um fullveldi þeirra án samþykkis fólksins sem býr í Gíbraltar.“ Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal fólks sem býr í Gíbraltar sýna ítrekað að mikill meirihluti fólksins vill að skaginn verði áfram hluti af Bretlandi en á sama tíma kusu 96 prósent þeirra með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. May tók aftur fram í viðræðum við Tusk, að hún vilji falast eftir „djúpum og sérstökum samskiptum“ við Evrópusambandið eftir útgöngu Bretlands.
Gíbraltar Tengdar fréttir Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20 ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05 Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20
ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05
Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34