Losna við að hafa áhyggjur af myndbyggingu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 09:15 "Þegar mér bauðst sýningarpláss hér í Hannesarholti ákvað ég að slá til, enda með myndir í þeirri stærð sem hentar vel fyrir staðinn,“ segir Hlynur. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Eitt verkanna á sýningunni í Hannesarholti. Þetta er það sem ég hef verið að fást við undanfarin tvö til þrjú ár,“ segir Hlynur Helgason, listfræðingur og myndlistarmaður, um blek- og olíumálverk sem hann er að koma fyrir í veglegum veitingastofum Hannesarholts við Grundarstíg 10. Hann hefur ekki sýnt í fjórtán ár en kveðst beita svolítið sérstakri tækni við gerð þessara nýlegu mynda. Hún felist í vissri aðferð við að blanda litinn. „Ég mála rendur á strigann og læt svo málningu leka yfir flötinn á kerfisbundinn hátt þannig að hvert málverk er um tvo mánuði að verða til,“ segir hann og lýsir ferlinu nánar: „Á hverri mynd eru tólf rendur, ég mála eina í einu og síðan sný ég striganum þannig að málningin fer að leka niður flötinn. Þetta er aðferð sem byggir á mörg hundruð ára gamalli hefð en þó er kannski viss frumleiki í að nota hana svona. Hugmyndin sem að baki býr hjá mér er að losna við að hafa áhyggjur af myndbyggingu.“ Aðferðin er ekki eins einföld og hún hljómar því Hlynur viðurkennir að nota vissa útreikninga við hana. „Myndirnar byggja sig upp sjálfar út frá kerfi sem ég er búinn að búa til fyrirfram. Þar ræður að hluta til regla byggð á aukastöfum útreikninga á ummáli hrings, pí sem er reglulegasta tala sem til er í heiminum en verður nákvæmlega eins og handahóf þegar hún er komin í þetta samhengi.“ Nú ranghvolfir blaðamaður augunum og skilur voða lítið. Hlyni er skemmt. „Þetta er svona léttur leikur, smá kerskni, getum við sagt!“ Best að snúa sér að einfaldari atriðum. Af hverju varð Hannesarholt fyrir valinu þegar hann ákvað að setja upp sýningu eftir fjórtán ára hlé? „Mér var boðið að sýna hér og fannst það tilvalið. Myndirnar í þessari myndröð eru það litlar, lunginn af þeim er 50x50 sentimetra olíumálverk, svo er ég með nokkur blekmálverk líka sem eru 50x70.“ Aðalstarf Hlyns er að kenna listfræði í Háskóla Íslands. Eigin listsköpun hefur verið hliðargrein hjá honum síðustu ár. „Ég var með svona sex, sjö fermetra pláss hjá Myndhöggvarafélaginu í mörg ár, þar sem ég gat sest inn og gert eina og eina vatnslitamynd, skissu eða vídeó en svo var ég kominn með svo mikið af hugmyndum að ég ákvað að fá mér vinnustofu upp á 35 fermetra. Síðustu misserin hef ég aðallega verið að keyra í gegnum hugmyndirnar og þegar mér bauðst sýningarpláss hér í Hannesarholti ákvað ég að slá til, enda með myndir í þeirri stærð sem hentar vel fyrir staðinn.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Eitt verkanna á sýningunni í Hannesarholti. Þetta er það sem ég hef verið að fást við undanfarin tvö til þrjú ár,“ segir Hlynur Helgason, listfræðingur og myndlistarmaður, um blek- og olíumálverk sem hann er að koma fyrir í veglegum veitingastofum Hannesarholts við Grundarstíg 10. Hann hefur ekki sýnt í fjórtán ár en kveðst beita svolítið sérstakri tækni við gerð þessara nýlegu mynda. Hún felist í vissri aðferð við að blanda litinn. „Ég mála rendur á strigann og læt svo málningu leka yfir flötinn á kerfisbundinn hátt þannig að hvert málverk er um tvo mánuði að verða til,“ segir hann og lýsir ferlinu nánar: „Á hverri mynd eru tólf rendur, ég mála eina í einu og síðan sný ég striganum þannig að málningin fer að leka niður flötinn. Þetta er aðferð sem byggir á mörg hundruð ára gamalli hefð en þó er kannski viss frumleiki í að nota hana svona. Hugmyndin sem að baki býr hjá mér er að losna við að hafa áhyggjur af myndbyggingu.“ Aðferðin er ekki eins einföld og hún hljómar því Hlynur viðurkennir að nota vissa útreikninga við hana. „Myndirnar byggja sig upp sjálfar út frá kerfi sem ég er búinn að búa til fyrirfram. Þar ræður að hluta til regla byggð á aukastöfum útreikninga á ummáli hrings, pí sem er reglulegasta tala sem til er í heiminum en verður nákvæmlega eins og handahóf þegar hún er komin í þetta samhengi.“ Nú ranghvolfir blaðamaður augunum og skilur voða lítið. Hlyni er skemmt. „Þetta er svona léttur leikur, smá kerskni, getum við sagt!“ Best að snúa sér að einfaldari atriðum. Af hverju varð Hannesarholt fyrir valinu þegar hann ákvað að setja upp sýningu eftir fjórtán ára hlé? „Mér var boðið að sýna hér og fannst það tilvalið. Myndirnar í þessari myndröð eru það litlar, lunginn af þeim er 50x50 sentimetra olíumálverk, svo er ég með nokkur blekmálverk líka sem eru 50x70.“ Aðalstarf Hlyns er að kenna listfræði í Háskóla Íslands. Eigin listsköpun hefur verið hliðargrein hjá honum síðustu ár. „Ég var með svona sex, sjö fermetra pláss hjá Myndhöggvarafélaginu í mörg ár, þar sem ég gat sest inn og gert eina og eina vatnslitamynd, skissu eða vídeó en svo var ég kominn með svo mikið af hugmyndum að ég ákvað að fá mér vinnustofu upp á 35 fermetra. Síðustu misserin hef ég aðallega verið að keyra í gegnum hugmyndirnar og þegar mér bauðst sýningarpláss hér í Hannesarholti ákvað ég að slá til, enda með myndir í þeirri stærð sem hentar vel fyrir staðinn.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira