Sjötíu hælisleitendur sendir úr landi með vasapening Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 19. apríl 2017 06:30 Hælisleitendunum er flogið heim aftur og fá þeir vasapening. Þrjátíu pláss eru eftir samkvæmt núgildandi samningi. vísir/eyþór Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00