Tala niður til barna Gunnlaugur Stefánsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um heilindi barnanna, gefa í skyn að þau fermist fyrir gjafirnar og veislan sé óþarfa tilstand. Svo er lagst í útreikninga og fermingin metin til fjár, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði. Minna fer fyrir fallegum minningum í fjölmiðlum sem flestir eiga um fermingu sína. Langtum fremur er frægðarfólki hampað sem telur sér til vegsauka að gera lítið úr fermingunni. Þrátt fyrir andróðurinn, þá vilja langflest börn fermast og þeim fjölgar í vor sem velja að gera það í Þjóðkirkjunni. Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji fólk í aðdraganda stórafmælis hvort veislan sé fyrir gjafirnar og hvað afmælið kosti? Fermingin í kirkjunni er rótfastur siður í þjóðlífinu og hefur staðist tímans tönn. Fermingarfræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll börnin í landinu og er því samofin menningu þjóðarinnar. Þau sem gera lítið úr fermingunni mættu kynna sér þá sögu. Ég hef fermt börn í rúmlega 30 ár. Það hefur verið gefandi samstarf. Í fermingarfræðslunni er grunnstefið kristinn kærleikur. Þar ræðum við um lífið og tilveruna, m.a. hamingju og ábyrgð, trú og efa, sorg og mótlæti,- og margt sem ekki er á dagskrá í grunnskólanum og eigum um það traust samstarf með foreldrum. Fermingardagur er falleg tímamót og sannkölluð hátíð. Heilagur dagur barns sem er að verða unglingur. Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi. Veislan, sem hefst í raun við altarið í kirkjunni, er samfögnuður þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi og fermingarbarnið finnur innilega að það skiptir máli. Gjafirnar bera vitni um tímamótin þar sem þarfir barnsins eru að breytast og börnin fá hvort sem þau fermast eða ekki. Það sýnir reynslan. Ekki er stórmannlegt að gera lítið úr börnum sem fermast. Nær er að fagna og leggja alúð við traustan sið sem blómgast í trú, von og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um heilindi barnanna, gefa í skyn að þau fermist fyrir gjafirnar og veislan sé óþarfa tilstand. Svo er lagst í útreikninga og fermingin metin til fjár, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði. Minna fer fyrir fallegum minningum í fjölmiðlum sem flestir eiga um fermingu sína. Langtum fremur er frægðarfólki hampað sem telur sér til vegsauka að gera lítið úr fermingunni. Þrátt fyrir andróðurinn, þá vilja langflest börn fermast og þeim fjölgar í vor sem velja að gera það í Þjóðkirkjunni. Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji fólk í aðdraganda stórafmælis hvort veislan sé fyrir gjafirnar og hvað afmælið kosti? Fermingin í kirkjunni er rótfastur siður í þjóðlífinu og hefur staðist tímans tönn. Fermingarfræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll börnin í landinu og er því samofin menningu þjóðarinnar. Þau sem gera lítið úr fermingunni mættu kynna sér þá sögu. Ég hef fermt börn í rúmlega 30 ár. Það hefur verið gefandi samstarf. Í fermingarfræðslunni er grunnstefið kristinn kærleikur. Þar ræðum við um lífið og tilveruna, m.a. hamingju og ábyrgð, trú og efa, sorg og mótlæti,- og margt sem ekki er á dagskrá í grunnskólanum og eigum um það traust samstarf með foreldrum. Fermingardagur er falleg tímamót og sannkölluð hátíð. Heilagur dagur barns sem er að verða unglingur. Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi. Veislan, sem hefst í raun við altarið í kirkjunni, er samfögnuður þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi og fermingarbarnið finnur innilega að það skiptir máli. Gjafirnar bera vitni um tímamótin þar sem þarfir barnsins eru að breytast og börnin fá hvort sem þau fermast eða ekki. Það sýnir reynslan. Ekki er stórmannlegt að gera lítið úr börnum sem fermast. Nær er að fagna og leggja alúð við traustan sið sem blómgast í trú, von og kærleika.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun