Þýsk flugfélög hafa nú ákveðið að afnema reglu um að tveir aðilar þurfi að vera í flugstjórnarklefanum öllum stundum. Reglan var sett á í kjölfar þess að flugmaður Germanwings, Andreas Lubitz, læsti sig inni í flugstjórnarklefa og brotlenti flugvélinni með þeim afleiðingum að 150 fórust. Talið er að Lubitz hafi brotlent vélinni viljandi.
Samtök flugfélaga í Þýskalandi, BDL, tilkynntu um ákvörðunina í gær og mun reglan falla úr gildi þann 1. júní næstkomandi. Samkvæmt samtökunum hafi reglan engin áhrif á öryggi og sé því gagnslaus.
Flugfélagið Eurowings, sem Germanwings rann saman við, er eitt flugfélaganna sem afnemur regluna.
Í tilkynningu BDL segir að hvert og eitt flugfélag hafi metið áhrif reglunnar og þau hafi komist að því að hún væri gagnslaus.
